Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 17
6
vestlirska
TTABLASIS
17
Björn Andrés Ingólfsson heitir maður. Hann orti
þegar nafni hans, Andrew prins, gekk í það hei-
laga:
Fögur og björt er framtíöin.
Fögnuöur ríkir og það er von.
Nú ertu kátur, nafni minn,
nú ertu kominn á Ferguson.
Er rennur á nótt í ríki þínu,
hjá rauðhæróu Söru þú háttar vel.
Fyrr má nú gera að gamni sínu,
en gifta sig svona dráttarvél.
Eitt sinn voru Húnvetningar á ferðalagi saman.
Gerðist þá ungur maður fullur mjög. Þá orti Ing-
ibjörg í Fossárdal:
Lítil von, að lítil hetja
lifni á þessum degi við.
Eigum við ekki samt að setja
Svartadauða í helvítið?
Kersknisvísur hafa löngum þótt hið mesta
sælgæti. Páll Ólafsson orti, er maður nokkur, kall-
aður Rauði-Jón, drukknaði:
Rauði-Jón í saltan sjó
sagður er nú dottinn.
Loksins fékk þá fjandinn nóg
í fyrsta sinn í pottinn.
Ljótur var nú líkaminn
og lítið á að græða.
En aftur sálarandstyggðin
afbragðs djöflafæða.
Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi kom
einhverju sinni frá Reykjavík og fór austur í Vagl-
askóg, án þess að stoppa á Akureyri. Rósberg
þótti miður að hitta hann ekki, og orti:
Vini alla einskis mat
yfir fjallið strekkti.
Meira gallað mannrassgat
maður varla þekkti.
Davíð svaraði:
Svipar örmum ei til manns
er af görmum bitinn.
Út úr þörmum andskotans
er sú hörmung slitin.
Sveinn á Egilsstöðum á Héraði rak eitt sinn
greiðasölu og þótti heldur naumgjöfull. Eitt sinn
fannst þessi vísa á borði, eftir að gestir voru farnir.
Aldrei hefur tekist að feðra hana:
Dyggðum fleygir dýpst í ál
á djöfuls vegi hröðum.
Þessi regin svíðingssál,
Sveinn á Egilsstöðum.
Björn sat eitt sinn og fylgdist með þætti um
kjaramál:
Sat ég og sá stund
sjónvarpsins málfund
karla með kálfslund
Kristján og Ásmund
Kom þar í hljóðhús
heldur til skrafs fús
mannkertið Magnús
malandi um kauplús.
Birtist mér bísperrt
belgdist við orð hvert
vambmikið vitskert
viðundrið Albert.
Þá er að lokum að geta þess, að á bæ einum
fyrir ofan Akureyri, er hét Tittlingur, bjó maður að
nafni Ólafur. Hann var manna á meðal kallaður
Ólafur á Tittlingi og hafði á viðurnefninu hina
mestu ömun. Brá hann á það ráð, að hann skírði
bæinn uppog kallaði hann Hlíðarenda. Fólksinnti
því engu og hélt áfram að kalla hann Ólaf á
Tittlingi. Hugsaði Ólafur nú ráð sitt lengi vel, en
fann þó lausn um síðir. Hann fór til Rósbergs G.
Snædal og bað hann að gera um sig vísu, þar
sem fram kæmi að hann væri Ólafur á Hlíðar-
enda, og hún skyldi vera svo eftirminnileg, að fólk
færi að kalla hann Ólaf á Hlíðarenda. Vísan varð
svona:
Akureyrar vífum vænum
verður margt að bitlingi
þegar þeim ekur út úr bænum,
Ólafur á Hlíðarenda.
Fólk hélt áfam að kalla hann Ólaf á Tittlingi, svo
hann gafst upp og seldi kotið. Þá orti Rósberg:
Margar hafa meyjar grátið
mun svo verða enn um sinn,
Ólafur hefur eftirlátið
öðrum manni Hlíðarenda.
Margir kannast við það, að auðvelt er að reita
gangnamenn til reiði. Og víst er að margir hafa
orðið fyrir barðinu á reiðum smölum. Sigurbjörn
Kristjánsson, frá Finnsstöðum, vildi setja um það
reglugerð, hvernig smalamenn ættu að haga sér.
Reglugerð þessa vildi hann síðan setja í fjallskila-
skrá.
Smölun er oft þeim manni um megn,
sem má ekki þola storm, né regn.
Best er að sérhver búandþegn
sé bálreiður út í gegn.
Þú skalt æða yfir storð,
aldrei tala hlýlegt orð.
Svipurinn þarf að minna á morð,
ef menn eiga að smala á annað borð.
Hendi skal upp á móti hönd,
þá heima eru smöluð lönd.
Orðin þá ekki valin vönd,
vestur á Glámu á Barðaströnd.
Ef rekstur kemur, þú reiðast átt
og rífast um bæði stórt og smátt.
Tvístr'onum öskra, hrópa hátt,
en hirð'ann bara ef það er fátt.
Er réttinni safnið rennur nær,
reynir á þol og fimar tær.
Hver, sem þá verður ekki ær,
ætti ekki að teljast gangnafær.