Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 12
12
£3
vestfirska
TTABLAÐID
Og ísland var bláeygt barn á sundfötum. Á laug-
arbakka lék það listir sínar fyrir heiminn nokkur
andartök. Sagði svo af kokhreysti: Ég er sterk-
asta, fallegasta, gáfaðasta og besta barn í heimi
og ég bý í fallegra og hreinna landi en þið öll.
Þannig tókst dvergnum norðlæga á örskots-
stundu að sýna veröldinni sitt rétta andlit. Allt
í einu fékk hann útrás fyrir margra alda uppsafn-
aða minnimáttarkennd. „Þessir snjöllu íslend-
ingar. Hvern hefði grunað að innst inni þræðu
þeir dýrðarljóma sviðsljóssins?11 skrifaði TIME
hæðnislega að leiðtogaævintýrinu afstöðnu.
En þótt Bandaríkjamönnum falli ekki alltaf að
aðrar þjóðir stæli þá svona vel er óþarfi að erfa
það við þá. Fréttaflutningur þeirra kitlaði nefni-
lega næstum óþægilega mikið barnslega hé-
gómagirni dvergsins í norðri.
USA TODAY 1. október.
Þessi skopmynd sýnir vel hugmyndir útlendinga um ísland.
By David Seavey, USA TODAY
Rúnar Helgi Vignisson:
Bláeygt barn
á sundfötum
— Þankar um fréttaflutning bandarískra fjölmiöla frá
íslandi í tengslum við fund Reagans og Gorbachevs
HÓL OG HÁÐ
Veldur hver á heldur.
Bandarískir fjölmiðlamenn
sýndu áþreifanlega fram á
sannleiksgildi þessa orðtaks.
Sumir þeirra, smitaðir af rang-
snúnu rannsóknarhugarfari,
virtust hafa neikvæðni og ill-
girni að leiðarljósi. Það hugar-
far leiddi þó ekki til merkilegri
uppgötvana en: „Kannski vissi
Nancy Reagan að hún myndi
þurfa að keppa við boli og te-
bolla um athyglina ef hún kæmi
til lslands.“ Af sama meiði
spratt allt fimbulfambið um fé-
græðgi Islendinga og prjál; allt í
einu voru bandarískir frétta-
menn búnir að finna hæng á
kapítalismanum. Líkingin um
bjálkann og augað á bersýni-
lega vel við enn þann dag í dag.
Almennt virtust blöð og
tímarit gagnrýnni — eða nei-
kvæðari — í umfjöllun sinni en
sjónvarp og útvarp. Helgast það
e.t.v. af því að stílað er inn á
ólíka hópa. Almenningur í
Bandaríkjunum er ekki fræg-
astur fyrir blaðalestur, enda ó-
læsi töluvert. Það er sér í lagi
menntafólkið sem les (skárra
væri það nú), hinir láta sjón-
varpið um upplýsingamiðlun-
ina (í besta falli). Þar sem
bandarískt sjónvarpsefni er að
meginhluta léttmeti í ætt við
Stundina okkar verða fréttirnar
líka að vera léttar og skemmti-
legar. Þetta vita akkerismenn
stóru sjónvarpsstöðvanna. Um-
fjöllun þeirra var því jákvæð og
vinaleg, jafnvel föðurleg, og
skreytt fallegum skotum frá
fegurstu stöðum Reykjavíkur
og nágrennis. Aðalatriðið að á-
horfandanum líði svo vel að
hann vilji helst aldrei skipta um
rás. Reyndar virkaði þetta öfugt
á undirritaðan, hann vildi ólm-
ur athuga hvort hinar stöðvarn-
ar gætu ekki opinberað honum
enn frekar áður ómeðvitaða
fegurð Reykjavíkurborgar.
Peter Jennings hjá ABC var
einna fundvísastur á falleg
sjónarhorn, enda á hann sam-
kvæmt skoðanakönnunum á
brattann að sækja hjá amerísk-
um fréttaglápurum. Hældi
hann íslendingum á hvert reipi
fyrir dugnað og gestrisni með
þeim afleiðingum að dvergur-
inn í brjóstinu fór flikkflakk og
heljarstökk.
Fyrir utan það að tala niður
til áhorfenda er ekki hægt að
setja mikið út á umjöllun
bandarísku sjónvarpsstöðv-
anna; yfirleitt var haft það sem
sannara reynist. Helst mætti
gagnrýna þær fyrir full yfir-
borðslega fréttamennsku og
fyrir að velta sér heldur mikið
upp úr hlutum eins og drauga-
gangi og álfatrú.
NBC sló þó allar hinar
stöðvarnar út með því að taka
lögfræðinginn ísfirska, Arnar
Geir Hinriksson, tali.
HUNDASLEÐAR HVÍTA
HÚSSINS
Hrafna-Flóki kom einum
mesta misskilningi landafræð-
innar á kreik þegar hann asn-
aðist til að kalla landið ísland.
Síðan hafa flestir Islendingar á
erlendri grund verið önnum
kafnir við að leiðrétta þennan
1100 ára brandara og ekki ólík-
legt að þeir þurfi að halda því
eitthvað áfram. Þrátt fyrir hið
margumtalaða upplýsinga-
streymi nútímans virðist Frón
gamla enn tengjast ís og kulda í
hugum útlendinga, enda rökrétt
ályktun.
Skopmyndir þær og brand-
arar sem litu dagsins ljós í
kringum leiðtogafundinn sýna
þessa meinloku hérlendra
býsna vel. 2. október sagði Jo-
hnny Carson, annálaður sjón-
varpsspaugari, að Hvíta húsið
væri í óða önn að undirbúa
ferðina til Islands — verið væri
að leggja lokahönd á hunda-
sleðana. — Sami maður hélt því
einnig fram að íslendingar létu
prenta á frosin matvæli:
„Geymist við stofuhita.“ Þá
taldi Carson að land þar sem
hægt væri að fá sér blund fram í
apríl væri góður staður fyrir
Reagan (honum þykir víst gott
að fá sér kríu, eins og eldra fólki
þykir einatt).
Að öðru leyti virtust Banda-
ríkjamenn sitja á skopi sínu um
ísland, þó vissulega þætti þeim
ansi skondið að þetta óþekkta
dvergríki skyldi verða fyrir val-
inu. Stundum var engu líkara
en fréttaþulir héldu að prent-
villa væri í handritinu hjá þeim
daginn sem fregnin flaug um