Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 29
t|j ii yj # m
Bók fyrir verðandi mæöur og
feður:
NÝTT LfF
meðganga, fæðing og fyrsta árið
Ritstjóri: dr. David Harvey
Þýðandi: Guðmundur Karl Snæ-
björnsson læknir
Bókaútgáfan örn og Örlygur
hefur gefið út bókina Nýtt líf —
meðganga, fæðing og fyrsta árið.
Bókin er bresk að uppruna og var
tekin saman undir ritstjórn dr.
David Harvey, sem er ráðgefandi
barnalæknir við Queen Charlotte's
Hospital í London og yfirmaður
deildar sem hefur umsjón með yfir
4000 fæðingum á ári. Hann er sér-
fræðingur í umönnum tvíbura og
hefur sérstakan áhuga á að náið
samband milli móður og bams
myndist strax eftir fæðinguna.
Hann hefur nána samvinnu við
kvensjúkdóma- og fæðingarlækna,
og hafa margir þeirra skrifað kafla í
bókina. Þýðandi bókarinnar er
Guðmundur Karl Snæbjömsson
læknir. Bókin er í stóru broti, 250
blaðsíður, og í henni er gífurlegur
fjöldi litmynda til skýringar efninu.
Efni bókarinnar er unnið af 16
erlendum sérfræðingum. Auk
þeirra hafa sjö íslenskir sérfræð-
ingar lagt fram ráðgjöf, en þeir eru:
Atli Dagbjartsson, bamalæknir, dr.
Gunnlaugur Snædal, yfirlæknir,
Halldór Hansen, yfirlæknir, Hörð-
ur Bergsteinsson, barnalæknir,
María Þorgeirsdóttir, félagsráð-
gjafi, Pétur Lúðvíksson, bama-
læknir, og Svava Stefánsdóttir, fé-
lagsráðgjafi.
Dr. Gunnlaugi Snædal, yfir-
lækni, farast svo orð um bókina:
„Bókin er mjög athyglisverð og á
tvímælalaust erindi til verðandi
foreldra."
Lokabindi ritverkslns
ÍSLENSKIR SÖGUSTAÐIR
Norðlendingafjórðungur og
Austfirðingafjórðungur
komið út
Ritverkið fæst nú allt í fagurri
öskju
Hjá Erni og Örlygi eru komin út
lokabindin í hinu merka riti ís-
lenskir sögustaðir eftir Kristian
Kálund í þýðingu dr. Haraldar
Matthíassonar. Þessi tvö síðari
bindi fjalla um Norðlendinga-
fjórðung og Austfirðingafjórðung,
en áður voru komin út tvö bindi
sem fjölluðu um Sunnlendinga-
fjórðung og Vestfirðingafjórðung. I
lokabindinu er auk þess kafli um
Miðhálendið, Fjarðaskrá frá því
um 1300, íslenskar hafnir á síðari
hluta 16. aldar og Fjarðaskráin í
sérstöku víkkuðu formi. Einnig eru
í ritinu ítarlegar skrár yfir staða- og
mannanöfn, atriðisorðaskrá og
ritaskrá.
Dr. Haraldur Matthíasson ritar
eftirmála þýðanda og segir þar
m.a.: „Sögustaðalýsing Kálunds er
því í fullu gildi enn. 'Vart mun
nokkur fræðimaður fást svo við
staðfræði í íslendingasögum, að
hann vitni ekki til Kálunds, og ein-
att er það rit aðalheimildin. Sumir
vitna jafnvel í það í stað þess að
skoða sjálfir.“
Við útkomu fyrri binda þessa
mikla ritverks komst Steindór
Steindórsson frá Hlöðum m.a. svo
að orði: „Einstakt rit í sinni röð.
Islandslýsing Kálunds er einstakt
rit í sinni röð, bæði að efnismagni
og allri meðferð efnis, enda hlaut
það góða dóma, og nýtur þess álits
enn í dag. Þorvaldur Thoroddsen
segir „að Islandslýsingin sé samin
af hinni mestu nákvæmni og vand-
virkni og þar safnað afarmiklum
fróðleik um staðalýsingu og forn-
sögu íslands.“ Og vissulega kemst
Bogi Th. Melsted réttilega að orði,
er hann segir í minningarorðum
um Kálund 1920: „Bók þessi er hin
merkasta bók, sem út kom um Is-
land frá því að Ferðabók Eggerts
og Bjama kom út 1772 og þangað
til 1908—11 er lýsing Þorvalds
Thoroddsens kom út.“ Og enn
undir lok 20. aldar standa rit þessi
upp úr því, sem um landið hefur
verið ritað.“
PE. Kristian Kálund
ÍslenzkiR
SöGusmoiR
fWRÐLENDlNOA
DÓRDUNGUR
Jón Þ. Þór sagnfræðingur sagði
af sama tilefni m.a.: „Rit Kristians
Kálunds um íslenska sögustaði er
eitt af öndvegisritum útlendinga
um íslenska sögu.“
íslenskir sögustaðir er að öllu leyti
unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.
ÞORRABLÓT A ÍSLANDI
eftir Árna Björnsson þjóðhátta-
fræðing
Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur er löngu þjóðkunnur sem
fræðimaður, rithöfundur og út-
varpsmaður. Margir þekkja bækur
hans: Jól á íslandi, Saga daganna,
Merkisdagar á mannsævinni og I
jólaskapi. Nú er á ferðinni ný bók
eftir Áma sem hann nefnir Þorra-
blót á Islandi.
Bókin fjallar eins og nafnið
bendir til um þorrann og þorrablót
á Islandi fyrr og nú. Þessi bók er
fjölbreytt að gerð. I hana sækja
menn bæði fróðleik og skemmtun.
Ýmislegt bendir til að þorradýrkun
hafi verið við lýði á tslandi alla tíð
sem eins konar launblót þar sem
kristni og heiðni runnu smám sam-
an í eitt.
ArniBjörnsson
Þorrablót
áíslandi
Ó»*í06ó«Lvau«
Vitnisburður um þorradýrkun á
fyrri öldum birtist m.a. í áður ó-
birtum kvæðum frá 17. og 18. öld.
Á síðari hluta 19. aldar eru
þorravísur endurvaktar af Matt-
híasi Jochumssyni, Birni M. Ólsen
og Sigurði Vigfússyni o.fl.
29
Hátíðarmatseðill
Esra Esrasonar
matsveins á Bessa ÍS
REYKTUR SVÍNAHRYGGUR:
Hryggurinn er soðinn í um það bil eina
klukkustund. Siðan settur inn í 175 gráðu
heitan ofn og álþynna lögð yfir. Soðinu hellt
í pott og bætt í rauðvíni sem svarar til um
1/3 af soðinu. Blandið saman sterku sinnepi
og púðursykri til helminga og penslið hrygg-
inn með því, steikið við 175 gráður í 45 mín-
útur án álþynnun I icii .
STEIKIÐ SÍÐAN Á PÖNNU:
1/2 dós sveppir.
1/2 dós af söxuðum ananas
1 saxaðan lauk
75-100 gr af skinkubitum
1A saxaða græna papriku
Va saxaða rauða papriku
Saman við þetta er síðan hrært soðnum
hrísgrjónum sem hafa verið soðin án salts.
Bragðbætt með soyasósu eftir smekk og
notað sem meðlæti með hryggnum ásamt
sósu.
SÓSA:
Soðið og rauðvín sett í pott.
2 stk súputeningar
1 tsk kjötkraftur
1 msk soyasósa
1 tsk Worshester sósa
1 msk sósulitur
Sjóðið allt saman. Takið pottinn af og hellið
hveitijafningi og 1/s lítra af rjóma útí. Hrærið
stöðugt í á meðan og sjóðið svo við vægan
hita í 5-10 mínútur og hrærið í öðru hvoru.
HRÍSGRJÓNAGRAUTUR A LA MAMMA:
Að sögn Esra eru ekki jól í hans huga nema á borðum sé hrísgrjónagrautur eins og
mamma býr til. Hér kemur uppskrift af honum.
Einn og hálfur bolli hrísgrjón. Mjólk er bætt út í því grauturinn á að vera þykkur. Þetta
er soðið í um það bil 10 mínútur, þá bætt útí einni og hálfri msk af smjöri. Þá má bæta
sykri og salti eftir smekk. Látið sjóða í 10 mínútur í viðbót.
Síðan bætt í 150-200 gr söxuðum möndlum, bragðbætt með möndludropum og van-
illudropum eftir smekk.
Grautinn á að sjóða daginn áður en hans er neytt og á að geyma hann á svölum stað.
Áður en hann er borinn á borð á að hræra saman við hann 1/2 lítra af þeyttum rjóma.
Síðan erskálin skreytt með þeyttum rjóma, súkkulaðispónum og kannski ávaxtabitum.
Með þessum gómsæta graut á helst að bera fram krækiberjasaft en notast má við
erlenda berjasaft sé ekki annað til. Og að sjálfsögðu má ekki gleyma að setja eina heila
hvíta möndlu í grautinn og veita þeim verðlaun, sem hana finnur.
Á þessari öld taka þorrablót að
breiðast út og fá á sig þá mynd sem
við þekkjum nú.
Þetta er sannkölluð veislu- og
skemmtanabók. Þangað má sækja
söngtexta og veislugaman til að
nota á góðri stund. Hér eru þjóðleg
fræði að fomu og nýju.
I bókinni, sem gefin er út af Erni
og Örlygi, eru á þriðja tug söng-
texta með lögum. Þar em á 8. tug
ljósmynda auk teikninga eftir Sig-
urð Val Sigurðsson þar sem hann
dregur fram hugmyndir fræði-
manna um forna siði og þjóðhætti.
Þorrablót á íslandi er prentuð í
Prentstofu G. Benediktssonar en
bundin í Arnarfelli hf.
HJARTANS MÁL
Sólrún og Bergþór
syngja sívlnsæl lög um gleðina,
söknuðinn og ástina.
Jónas Ingimundarson leikur
með á píanó.
Bókaútgáfan Öm og Örlygur
hefur gefið út hljómplötu með söng
þeirra Sólrúnar Bragadóttur og
Bergþórs Pálssonar og píanóleik
Jónasar Ingimundarsonar. Þetta
fyrsta hljómplata þeirra Sólrúnar
og Bergþórs.
Halldór Hansen fylgir plötunni
úr hlaði og segir m.a.: „Sólrún
Bragadóttir og Bergþór Pálsson eru
enn svo ung að árum, að blómi
lífsins er framundan. Þó hafa þau
bæði náð undraverðum árangri á
sviði sönglistarinnar, árangri sem
vekur vonir um glæsta framtíð.
Að undangengnu tónlistarnámi
hér heima hafa þau bæði stundað
söngnám í fjögur ár við söngdeild
háskólans í Indiana í Bandaríkjun-
um og lokið þar BA-prófi. Nú
stunda þau þar nám á mastersstigi.
Bæði eru auk þess kennarar við
skólann. Sólrún og Bergþór hafa
haldið tónleika víðs vegar um hér-
lendis og í Bandaríkjunum auk þess
sem þau hafa sungið í útvarp og
komið fram í sjónvarpi. Hins vegar
heyrist söngur þeirra nú í fyrsta
sinn á hljómplötu við ágætan
píanóleik Jónasar Ingimundarson-
ar.
Ég vil óska öllum þremur til
hamingju með glæsilegan árangur
og vona, að þessi hljómplata verði
sú fyrsta af mörgum.“
Um tónlistina á plötunni farast
Halldóri Hansen svo orð: „Það er
eitthvað undravert við þá tónlist,
sem hefur sungið sig inn í vitund
hvers mannsbams og haldið vin-
sældum sínum óskertum um allan
heim meðal almennings, jafnvel
þótt spekingar á sviði tónlistarinnar
velti vöngum og komi ekki auga á
mikilvægið. Því að eðli sínu sam-
kvæmt ættu þessi lög að vera
„dægurflugur". Sjálft undrið kem-
ur einmitt fram í því að dægur-
flugan brýtur sín eigin lögmál og
verður allt í einu „sígild." Mikið af
þeim lögum, sem Sólrún og Berg-
þór hafa valið að syngja á þessari
plötu, eru einmitt með þessu marki
brennd. Annað hvort þekkja þau
allir eða þau koma kunnuglega
fyrir eyru. Og söngræn eru þau í
besta skilningi þess orðs.“
Hin nýja plata, Hjartans Mál er
hljóðrituð í Hlégarði.