Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 25

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 25
vestlirska I mw\mm 25 MISJAFNT HLUTSKIPTI MANNANNA Menntun er með ýmsu móti í Ecuador. Þeir sem eiga peninga geta kostað börn sín í einka- skóla eða betri skóla en þeir sem eiga rétt ofan í sig og á fá aldrei neina menntun. Ég býst við að fjallabúar séu best staddir í sambandi við menntun, næst strandarbúar, en frumskógur- inn er langt á eftir í öllu slíku. Ég fór nú ekki langt inn í frum- skóginn, en eina skólahúsið sem við sáum var hrörlegur kofi sem var ekki einu sinni með raf- magni. En þar sem ég bjó fannst mér fólk yfirleitt fáfrótt þrátt fyrir langa skólagöngu, en kennara- stéttin er frekar illa á vegi stödd. Krakkar sem voru búnir að læra ensku í 6 ár gátu sagt „yes, no thank you.“ En þrátt fyrir lélega menntun er þetta gáfað fólk. Það er mikið til af frábærum ljóðskáldum og skáldsagnahöfundum sem aldr- ei hafa komið og munu aldrei koma verkum sínum á framfæri að ráði vegna fátæktar og ríkið veitir lítið af styrkjum. Þarna er Siglt niður ána Napo í átt til Amazon fljóts. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna er fráls og óháð félagssamtök hraðfrystihúsaeigenda, stofnuð árið 1942 í þeim tilgangi að sjá um eftirfarandi fyrir félagsaðila: ★ Tilraunir með nýjungar í framleiðslu ★ Sölu hraðfrystra sjávarafurða. ★ Markaðsleit. ★ Innkaup nauðsynja. ekkert til sem heitir ellilífeyrir eða bamabætur, hvað þá at- vinnuleysisbætur. AÐ LOKUM Nú þegar ég hugsa til baka um dvöl mína í Suður Ameríku finnst mér ég vera reynslunni ríkari og hafði ég mikið gagn og gaman af ferð minni til þessara fjarlægu staða. Takk fyrir. Nýjar bækur ELSKHUGINN eftir franska höf- undinn Marguerite Duras er komin út í íslenskri þýðingu Hallfríðar Jakobsdóttur. Bók þessi hefur slegið eftir- minnilega í gegn meðal lesenda og fyrir hana hlaut höfundur bæði Concourt-verðlaunin árið 1984 og Ritz-Hemingway verðlaunin árið 1986. Marguerite Duras, sem er meðal fremstu rithöfunda Frakka í dag, byggir hér á minningum frá uppvaxtarárum sínum í Indókína og í kynningu forlagsins segir: Elskhuginn er sagan um fyrstu ást- ina, raunsönn frásögn ungrar franskrar skólastúlku um samband hennar við sér eldri og auðugan aðdáanda af kínverskum ættum. Þetta er saga hinnar forboðnu, þöglu ástríðu þar sem gleði og sorg, ást og ótti endurspegla andstæður mannlífsins. ILSKHUGINN íi. iðcnn Elskhuginn er jafnframt saga hinnar fordæmdu fjölskyldu, saga flóttans frá sársaukanum, sektinni, fátæktinni, flóttans frá hinu óum- flýjanlega sem skilur eftir sig djúp spor í hugum lesenda. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. HIN KONAN eftlr Joy Fleldlng Komin er út bók að nafnl Hin konan eftir bandaríska höfund- inn Joy Fielding, sem náð hefur heimsfrægð fyrir bækur sínar um nútímakonuna. í kynningu forlagsins segir svo um efni bókarinnar: „Ég ætla að giftast manninum þínum.“ Eigin- konan, Jill, stendur agndofa and- spænis þessari óþægilegu staðhæf- ingu ungrar og bráðfallegrar stúlku. Var henni alvara eða var þetta ósmekklegur brandari? „Þetta er ekki brandari," sagði stúlkan og Jill finnur hvernig allt gengur í skrykkjum fyrir augunum á henni. Fjögurra ára brúðkaups- afmæli sem byrjaði með maga- kveisu, tvö fjandsamleg stjúpbörn, fyrrverandi eiginkona Davíðs og nú þetta... JOY FIELOING Bækur Joy Fielding eru skrifaðar af ríkum skilningi og innsæi og eru jafnframt svo spennandi að erfitt er að leggja þær frá sér,. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Anna Ólafsdóttir Björnsson þýddi. SPAKMÆLABÓKIN Fræg og fleyg orð í gamni og al- vöru. Torfl Jónsson safnaði, setti saman og þýddi. Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út Spakmælabókina — fræg og fleyg orð í gamni og alvöru. Torfi Jónsson safnaði efninu, setti saman og þýddi. Á bókarkápu segir m.a.: „Góð bók er eins og aldingarður sem maður er með í vasanum," segja Arabar. Þessi bók er ómissandi öll- um þeim sem þurfa að nota fleyg orð með stuttum fyrirvara í ræðu og riti. Efni bókarinnar skiptist í eftir- farandi meginkafla: Um sjálfan mig, Um minn betri mann, Um mig og alla hina, Um vináttu, Um ást- ina, Um konur og karlmenn, Um hjónabandið, Foreldrar og böm, Listin að lifa, Um siðfræði, Sann- leikur og lygi, Um mál og vog, Vinna — hvíld — ferðalög, Um peninga, Skoðun — tíska, Um hyggindi, Fróðleikur, Bókmenntir, Um listir, Um trú, Nokkur orð um tímann, Um heilbrigði og sjúk- dóma, Einstaklingur — samfélag, Speki og spaugsemi, Nafnaskrá. Hver þessara meginkafla skiptist svo í fjölda undirkafla og er öll uppbygging bókarinnar með þeim hætti að það er mjög auðvelt að finna án nokkurs fyrirvara það sem við á hverju sinni. Spakmælabókin er sett, umbrot- in og filmuð hjá Filmur og prent, en prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar. Hún er bundin hjá Amarfelli hf. Kápu hannaði Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.