Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 33
tí
vestfirska
TTABLACIS
33
sóknir á trolli, netum og
öðrum veiðarfærum. Við
höfum farið með þeim í fjóra
slíka leiðangra. Við fórum
með vélina suður í Breiða-
fjörð í vor til þess að leita að
skel fyrir Flóka hf á Brjáns-
læk. Við höfum farið
krabbaleiðangur um Djúpið
með Hafrannsókn. Og svo
má nefna hluti eins og þegar
Gísli Hermannsson.
við vorum fengnir til að að-
stoða við leitina að þyrlunni
sem fórst í Jökulfjörðunum.
— Hafið þið kannski leit-
að að kúfiski?
Einar: „Nei það þarf ekki að
leita að honum, bara fara og
sækja hann.“
daginn við seinleg verk eins
og að bæta síldarnætur og þá
drápu menn tímann með því
að rífast og rökræða."
Einar: „Það er ekki nokkur
leið að fá þetta unga fólk til
þess að rífast, það er alveg
skoðanalaust.“
— Hlustið þið á rás 2 í út-
varpinu?
Gulli: „Það er nú allur
Ólafur R. Ólafsson.
gangur á því. Það fer einn og
skiptir um en eftir tvær mín-
útur kemur annar sem vill
hlusta eitthvað annað.“
— Einar segir að unga fólkið
sé skoðanalaust, hvað áttu
við, þú ert nú ekki svo mjög
gamall sjálfur?
Einar Hreinsson og Aðalbjörn Jóakimsson á Hafþóri.
— Sjáið þið framundan ein-
hverjar breytingar í neta-
gerð?
Einar: „Þær gætu verið á
næsta leyti. Það er alltaf ver-
ið að vinna að tilraunum
með nýtt og léttara og sterk-
ara efni. Það er mikið verið
að vinna í atferlisrannsókn-
um á fiskinum og því meira
sem við vitum um hann þess
betur vitum við hvernig við
eigum að ná honum.“
— Nú hefur alltaf verið mjög
góður andi hér á vinnu-
staðnum, hefur það haldist.?
Gulli: „Já, að mestu leyti. En
eins og við vorum að tala um
áðan þá var mikil eftirsjá að
Pétri Péturssyni. Og unga
fólkið hefur stundum sagt að
það væri ekki nógu mikið
rætt hérna'.“
Magni: „Svo verður þú líka
að gá að því að þegar plássið
stækkaði þá dreifðist mann-
skapurinn meira um húsið.
Hér áður stóiðu kannski
menn í sömu sporum allan
Einar: „Það er nú ekkert að
marka mig, ég var orðinn
fertugur strax um fermingu.
En þetta unga fólk, það á
bara eitt svar við öllu og það
er „bara“. Ertu ekki sam-
mála mér Gulli?“
Gulli: „Jú, það er helst líf í
þeim á mánudögum þegarer
verið að bera saman ævintýri
helgarinnar.“
— Hvernig er staða fyrir-
tækisins gagnvart atvinnuá-
standi í bænum?
Einar: „Ja, við erum undir
sömu sök seldir og útgerðin.
Ef útgerðin er blómleg, þá
blómstrum við líka.“
— Nú eru allir að bölva
kvótakerfinu, hvað finnst
ykkur um það, hefur það
haft áhrif á ykkar starfsemi?
Gulli: „Það hefur ekki
haft mikil áhrif á okkur. Það
er þá helst til aukningar, því
skip sem áður voru bara á
fiskitrolli hafa þurft að fá
rækjutroll líka!“
— Eruð þið sammála þeirri
Gísli Halldór Halldórsson:
Maður
brostinna
vona
Einn á sillu situr,
bitur, brotinn, í herðum lotinn,
í þessu rétt óskotinn.
Brýr að baki brunnar,
sunnar, sólin á aðra skín,
en hérna, líf hans dvín.
Að höfði sínu hólkinn hefur,
grefur, gröfí huga skertum,
maður brostinna vona,
faðir ófœddra sona.
í fjarska hlátur heyrir,
keyrir kalda í hausinn byssu,
og gerir regin skyssu.
Hann gœfuna taldi sér aðra meina,
þoldi ekki hamingju annarra sveina,
og hélt frá eigin geði
gleði, með framtíð bjarta.
Fram af klettum kastast,
kominn er örstuttrar œvi endi,
Ævi sem samt var svo löng,
að ákvörðun sá, að var röng.
Við óskum öllu starfsfólki okkar á sjó og landi, viðskiptavinum,
svo og öllum Vestfirðingum, gleðilegra jóla og farsæls komandi
árs, og þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Oddi hf. — Patrekur hf.
Vestri hf, Patreksfirði
útbreiddu skoðun að Vest-
firðir hafi orðið hart úti í
þeirri fiskveiðistefnu sem
fylgt er?
Einar: „Þeir hafa orðið hart
úti, en sluppu þó vel. Við
skulum muna það að Vest-
firðingar samþykktu kvót-
ann af því kvótanum var
skipt eftir reglu sem var þeim
hagstæð. Hættan er sú og
það var alveg fyrirséð að öll
breyting verði í þá átt að
jafna þetta út og það er okk-
ur í óhag.
I dag er kvótinn hærri á
togarana á norðursvæðinu.
Tilhneigingin er sú að jafna
þetta út á milli landshluta.“
— En finnst ykkur eðlilegt
að kvótanum sé algjörlega
skipt niður á skip?
Einar: „Hvað er eðlilegt?
Það sem við skulum ganga
útfrá og allir eru búnir að
viðurkenna er að það verður
að vera heildarkvóti. Það
hefur tekið okkur töluverðan
tíma að renna því niður.
Menn verða að gera sér grein
fyrir því að kvótakerfið er
komið til þess að vera. Það
skiptir ekki máli hvort við
veiðum 200 þús. tonn eða
500 þús. tonn. Það verður að
vera þak á veiðinni.
Mín skoðun er sú að það
sem okkur vantar í þetta
kerfi það er sveigjanleiki.
Það lendir alltaf í skrif-
borðsvandræðum þegar ver-
ið er að taka menn inn í
kerfið og begar þeir fara út
úr því. Okkur vantar meiri
hreyfanleika.“
— Þú vilt sem sagt hafa
þak á veiðinni en koma á
meiri samkeppni um aflann
sem er til skiptanna?
Einar: „Já.“
— Kæmi til greina að ykkar
áliti að selja veiðileyfi?
Gulli: „Það verður að líta á
kvótann sem aðgang að afl-
anum. Þú átt hann ekki fyrr
en þú ert búinn að ná í hann.
Það er ekki hægt að selja það
sem er í sjónum.“
Magni: „Er ekki miklu betra
fyrir mörg smærri pláss að
kaupa hreinlega leyfi til þess
að vinna 1000 tonn af þorski
og láta veiða þau fyrir sig í
staðinn fyrir að vera að basla
í þessari útgerð.“
— Hér sláum við botninn í
þetta spjall sem eflaust hefði
getað orðið mun lengra, því
það kemur enginn að tómum
kofunum hjá þeim félögum.