Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 24

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 24
24 íí vestlirska TTABLASID Arna með fósturforeldrunum. ið á markaði til að versla í mat- inn. Þar fást ávextir og græn- meti, fjölmargar tegundir sem við höfum aldrei séð, einnig er selt þar kjöt, egg, hrísgrjón og fleira. Á svo til hverju heimili eru hrísgrjón í mat á hverjum degi. Þau eru soðin og síðan hellt út í þau olíu. Olía er mjög mikið notuð við alla matargerð, Kartöflur eru mikið borðaðar en lítill er kjötskammturinn og var það örugglega 6. flokks kjöt, það var svo seigt og skrítið að ég varð að beita öllu afli til að geta skorið það. I höfuðborginni á góðum veitingastað eða hjá vel efnuðu fólki fékk maður al- mennilegtkjöt. Mikið er borðað af soðnum maísstönglum, róf- um og gulrótum, egg eru líka vinsæl. Bananar eru ræktaðir í stórum stíl. Það eru til sérstakir stórir bananar, 2 tegundir, önn- ur til að sjóða en hin til að steikja. Þeir eru alveg óætir hráir. Síðan eru til pínulitlir sætir bananar, kosta þeir ca 30 aura ísl. og svo þessir sem við þekkjum. Þarna er lítið sem ekkert borðað af pakkamat, dósamat eða öðrum pökkuðum mat. Rúmlega 1 mánuði eftir að ég kom út veiktist ég hrikalega, var með hausverk, magaverk og nærri 40 stiga hita sem lækkaði fljótt, en maginn var í rúst í heilan mánuð og léttist ég um 7 kíló. FÓLKIÐ OG MENNINGIN. Fólkið í Suður-Ameríku er brosmilt, vinalegt og forvitið og á það við um allar stéttir þjóð- félagsins. Það er snjallt í til- svörum og hefur gaman af alls- kyns uppákomum. Þjóðin skiptist í um 6 stéttir, frá því allra ríkasta og niður í algera eymd. Indíánarnir skiptast síðan í nokkra hópa. Otavalo indíán- amir eru þeir best stæðu, margir þeirra selja vörur til Bandaríkj- anna eins og maður Myriam vinkonu minnar. Ekki mjög langt frá Ibarra er bærinn Otavalo en þar er einn af frægustu mörkuðum Suður- Ameríku. Þar fást falleg vegg- teppi og fjöldinn allur af vefn- aði, útsaumi, keramiki, skart- gripum og alls kyns hlutum. Þessi markaður er alltaf á hverjum laugardegi frá kl. 5 um morguninn til kl. 2 e.h. en verðið á hlutunum hækkar eftir því sem líða tekur á daginn. Fólk í Ecuador byrjar daginn snemma. Sólin kemur upp um 5.30 og þá fer fólk að fara á fætur til að leggja af stað upp í sveitimar til að mjólka beljurn- ar (engar mjaltavélar) og vinna önnur verk. Hjá efnuðum bændum er alls staðar vinnu- fólk. Kjör þess eru misjöfn en yfirleitt léleg, það er kannski smávasapeningur sem það hef- ur í kaup á mánuði. Vinnukonur hafa um 4000 sucrur á mánuði sem eru ca 1000 kr. ísl. Enn tíðkast að komið sé fram við vinnufólk eins og hunda, jafnvel lamið. FRUMSTÆÐUR AÐBÚNAÐ- UR Húsin eru yfirleitt hlaðin upp úr múrsteinum og svo er steypu klesst utan á. Kjallarar þekkjast ekki. í Ibarra var mikið af glæsilegum villum, sérstaklega smekklega innréttuðum. En þar voru líka kofar og hrörlegar húsalengjur þar sem fólk varð að sofa margt saman í her- bergjum. Sumsstaðar svaf það á götunni og það var ekki óal- gengt að mæta fólki sem var með aleiguna á bakinu. Eitt af því sem kom mér á óvart, var það að sama hve fólkið var ríkt, þá sá ég ekki nema einu sinni þvottavél og uppþvottavél sá ég aldrei. Allan tímann sem ég dvaldi í Suður- Ameríku þurfti ég að þvo fötin mín upp úr hálfköldu vatni á steinbretti úti í garði með ein- hverjum stórum dökkbláum sápuklumpum. Það kom fyrir að ég þurfti að nota kalt vatn til þess að baða mig en það var nú sem betur fer ekki oft. Barna- vagna sá ég aldrei því fólkið hefur bömin sín alltaf bundin við sig. Fjölskyldan er mjög mikil- vægur þáttuir í þjóðlífi Ecua- dor. Foreldrar eru mjög ástúð- legir við böm sín en þó er strangur agi. Fjölskyldan er mikið saman og unglinga- vandamál eru ekki til. Allt til- finningalíf er miklu þroskaðra en þekkist hér. HÁTÍÐ í BÆ Hver borg eða bær í Ecuador á sína hátíðisdaga sem standa yfir í heila viku. Hátíðisdagar Ibarra eru í seinustu vikunni í september. Þá eru á götunum allavega skrautsýningar og dansar og tónlist er leikin á fjölbreytt hljóðfæri. Mikið er selt af allskyns dóti og stór dansleikur er haldinn í lok vik- unnar. í febrúar er svo vatnskarni- valið allsstaðar í Ecuador. Þá er maður hvergi óhultur utandyra án þess að eiga von á því að fá vatn úr fötu yfir sig eða svo- kallaðar vatnsbombur. Á þessu gengur í heila viku. Stundum getur maður orðið hoppandi reiður yfir því að komast ekki í næsta hús nema í bíl, en annars getur líka verið mjög spennandi og mjög gaman að vera í vatns- slag með vinum sínum og sjá hver er nú klárastur að finna og fela vatn og komast aftan að ó- vinunum. 1 júní eru svo sérstakir hátíð- isdagar Indíána. Þá klæðast þeir skrautlegum búningum og setja sumir upp grímur. Þeir drekka og dansa á götunum heila nótt og spila sérstaka tónlist á gítar og fleiri hljóðfæri. Þetta stendur yfir í 2—3 daga og nefnist San Juan hátíð. Fyrir utan þær há- tíðir sem ég nefndi er alltaf hægt að finna eitthvert tilefni til þess að slá upp hátíð. Skipaskoðunarvörur í allar stærðir skipa Frá PAINS WESSEX m.a. Línubyssur — Flot- hausar — Handblys — Svifblys — Bjarghringsljós — Manover-board. Slysavarnafélag íslands notar eingöngu þ.h. vörur fráPainsWessex. Björgunarvesti — Björgunar- hringir — Slökkvitæki — Dælur alls konar — Brunaslöngur og tengi — Siglingaljós — Radar- speglar — Þokulúörar — Akk- eriskeöjur — Öryggishjálmar o.m.fl. Björgunarnetið MARKUS Ananaustum, Grandagarði 2, sími 28855. REKSTRARVÖRUR FYRIR ÚTGERÐ OG FISKVINNSLU. VINNU- OG SJÓFATNAÐUR — VERKFÆRAÚRVAL — MÁLNING Á ALLA FLETI ÚTIJAFNTSEM INNI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.