Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 51

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 51
vestlirska 51 Litið um öxl á aðventu 1986 Eiríkur Finnur Greipsson, Flateyri Það er nú þannig með mig að mér finnst yfirleitt nafli al- heimsins vera hér á Flateyri, en svo er stundum kippt ansi ó- þyrmilega í mig og mér vin- samlega bent á að svo sé alls ekki. Ja, sér eru nú hver sann- indin! Hvernig stendur þá á því að það er alveg sama hvað við tökum okkur fyrir hér á Flat- eyri, það kemst næstum alltaf á spjöld sögunnar. — Brynjólfur biskup Sveinsson var prestur í Holti áður en hann varð biskup. Hér var stærsta hvalveiðistöð landsins um aldamótin, ráð- herrabústaðurinn var fluttur héðan í Tjarnargötuna í Reykjavík. Bræðurnir Gunnar (Volvo), Ebenezer (Vör.umark- aður), Snæbjörn (Hurðir o.fl.) og Eiríkur heitinn (Strætó) Ás- geirssynir voru fæddir og upp- aldir á Flateyri. Ég gæti haldið áfram með þessa upptalningu, en lesandi minn góður, þú mátt ekki halda að ég sé að upphefja Önfirðinga — þetta eru bara staðreyndir. Naflinn er nefni- lega líka þar sem þú ert, já þú. Af ýmsu er að taka þegar rifja á upp helstu minnisstæðu at- burði þess árs sem nú er að líða. Það er hins vegar aðeins eitt mál sem mér finnst bera höfuð og herðar yfir önnur, og ekki að- eins á þessu herrans ári 1986, heldur allt frá því að ég komst til vits (?) og ára. Þetta mál er auðvitað Byggðamálið, sem margir eru orðnir leiðir á að ræða um, hvað þá heldur að lesa um. En höldum okkur við stað- reyndirnar. Ein staðreyndin er sú að við Flateyringar áttum LANDSMET í fólksfækkun á árinu 1985. Hinir fróðustu menn hafa reynt að skilgreina hvers vegna svo hafi farið. Skýringin er einföld, fólkið flutti, flutti suður á mölina og taldi sig eiga meiri möguleika á lífsbjörg þar en hér. Við höfum líka átt Vestfjarðamet í fjölgun milli ára, og eigum áreiðanlega eftir að eiga það met nokkrum sinnum enn, ef við fáum að ráða einhverju um framtíð okkar sjálf. Flateyringum fjölgar t.d. á þessu ári. — Skýringin á fjölg- uninni er sú sama og á fækkun- inni, ekki satt? Ja, þú ert kannski ekki sammála mér núna? Gott og vel, eru það kannski samgöngumálin, félagsleg þjónusta, fjölbreytileiki at- vinnulífsins eða allur hinn fag- urgalinn sem hefur orsakað fjölgun milli ára í hinum ein- stöku byggðarlögum á lands- li # ijj Óskum starfsfólki okkar, og viðskiptavinum gleðilegra jóla. Þökkum samstarfið og viðskiptin á árinu, sem er að líða. Pólstækni hf. ísafirði byggðinni. Ég'segi nei, það eru afkomumöguleikar fólksins sem ráða langmestu um bú- setuval þess. Jú auðvitað eru milljón atriði sem tína má til í ýtarlegum skýrslum og athug- unum hinna fróðustu manna, þegar þessi „byggðavandi" er krufinn til mergjar. — Er virki- lega enginn sem vill trúa því að við flytjum okkur milli staða, vegna þess að við einfaldlega fáum hærra kaup á nýja staðn- um. Tökum stað eins og Flateyri: Hér er boðið upp á kennslu í öllum 9 bekkjum grunnskólans, hér er tónlistarskóli, glæn/ sundlaug, barnaheimili (að vísu gamalt), elliheimili, heilsu- gæslustöð með einn lækni og hjúkrunarkonu (þrjár aðrar búa í firðinum), félagsheimili, ný- lenduvöruverslanir, brauðgerð, bókabúð, matsölustaðir, vídeó- leigur, gistiheimili, billiard- stofa, saumastofa, „ljósastofur“ ,flestar tegundir iðnaðarmanna, dekkjaverkstæði, bílaleiga, sparisjóður, áætlunarflug til höfuðborgarinnar 4 sinnum í viku, sjónvarp, útvarp (báðar rásir RUV), bókasafn og fleira og fleira, að ekki sé nú talað um allt félagsstarfið: Kiwanis, Lions, leikfélag sem sér um margvíslega menningarstarf- semi, kvenfélag, Slysavarnarfé- lag og björgunarsveit, Rauða- krossdeild, íþróttafélag, pólitísk félög og þróttmikið æskulýðs- starf. — Er þetta ekki bara tals- vert? Það er nefnilega sama hvern- ig ég velti þessum málum fyrir mér, ég kemst nær ætíð að þeirri niðurstöðu að búsetan ræðst mjög sterklega af þyngd pyngj- unnar. Á undanförnum árum hefur verið gert mikið átak í uppbyggingu félagslegrar þjón- ustu og eflingu samgangna sem er nauðsynlegt að halda áfram ef ekki á að fara enn verr en orðið er. En grundvöllurinn fyrir því að unnt verði að halda byggð í dreifbýlinu, er að tryggja afkomu fólksins sem þar á að búa. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni: „Hvernig getum við tryggt af- komu íbúanna?“ Til þess að geta svarað þessu þurfum við fyrst að athuga eftirfarandi: Á hverju lifum við Vestfirðingar? Hvað er það sem ákveður hversu mikils virði framleiðsla og vinna okkar er? Hvaðan kemur það fjármagn sem við myndum með vinnu okkar og hvert fer það? Hver ráðstafar því sem við höfum aflað? Vita- skuld er hægt að spyrja fleiri spurninga, en ef við svörum þessum spurningum og fáum úrlausn í takt við svörin hjá stjórnvöldum þá þarf ekki að hafa áhyggjur af landsbyggð- inni. Byggð hér verður alls ekki tryggð nema með öflugum rekstri útgerðar, fiskvinnslu og landbúnaðar. — Fyrirtæki í þessum greinum verða að geta boðið góð laun ef við viljum snúa þróun undanfarinna ára við. Það merkilega er nefnilega að það geta þau sem standa sig, og fyrirtæki hér á Vestfjörðum hafa sýnt og sannað að þau geta það. — En aðeins ef þau fá að gera það á grundvelli frjálsrar samkeppni, óháð valdboði frá hinum og þessum vitringum og stofnunum, sem alltaf eru að gæta hagsmuna aðila sem eru okkar málum óviðkomandi. Gerum nú úttekt á því hvers vegna (stundum!) hefur fjölgað í sumum sveitarfélögum á landsbyggðinni, frekar en að vera sífellt að kjökra yfir því hvað við eigum bágt, og þurfum að sækja „ölmusufé“ til hins opinbera — okkar er framtíðin og möguleikamir, við „sækjum“ ekkert til hins opin- bera, við erum aðeins að fá lít- inn hluta til baka af okkar fé. Þau eru annars mörg málin sem eru minnisstæð frá líðandi ári, svo sem sveitarstjórnar- kosningarnar, nú eða þá próf- kjörin nú í haust vegna kom- andi alþingiskosninga. Það er berlega komið í ljós að prófkjör eru gersamlega vonlaus aðferð við að velja fulltrúa, hvort sem er til sveitarstjórna, eða þá til Alþingis, a.m.k. er ég þeirrar skoðunar, en það væri fyllilega efni í margar greinar að kryfja þau mál öll til mergjar. — Önnur mál sem miklu varða um framtíð okkar og hafa verið mikið til umræðu á árinu eru t.d. aflakvótinn, samgöngumál- in, húsnæðismálin og skólamál. Ég vil enda þessar hugleið- ingar mínar með því að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með von um að við Vestfirðingar náum að taka höndum saman á komandi ári til þess að snúa vörn í sókn. Vinnum að framgangi okkar hagsmunamála, því þeir eru hagsmunir allra landsmanna. Eiríkur Finnur Greipsson Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum samstarf og og viðskipti á líðandi ári. Vagninn, Flateyri Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskipti á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. Vefstofubúðin Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verslun Greips Guðbjartssonar Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskipti á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. Tískuhúsið, Ljóninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.