Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 35

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 35
35 „Það er rétt, Jón Baldvin var í þeim stóra hópi barna sem ég var samtíða. Þetta voru kjarnakrakk- ar og hafa látið að sér kveða á full- orðinsárunum. Það er dálítið erfitt að telja upp svona fyrirvara- laust. Meðal jafnaldra minna og leikfélaga voru til dæmis þeir bræður Jens og Kristmann Krist- mannssynir, Sigurður Ólafsson, allir þrir úr Tangagötu, og svo Árni Sigurðsson, Úlfar Ágústsson, Sveinn og Benedikt Guðbjartssyn- ir, Brynjólfur Sigurðsson, Sverrir Hestnes, Jón Ólafur Jónsson, seinna mikill knattspyrnugarpur á ísafirði og í Keflavík, Ina, sem reyndar heitir Jósefína Gísladótt- ir. Þorgerður Einarsdóttur, Rann- veig Guðmundsdóttur og Jón Baldvin, sem er reyndar heldur eldri en ég, en Sighvatur Björg- vinsson hins vegar yngri og var í bekk með Guðmundi bróður mínum. Marga lleiri gæti ég talið upp, sem voru í hópi æskufélag- anna, sá listi þyrfti að vera svo langur að það er best ég hætti“. um árum og hef hug á að bæta mér það upp áður en langt um líður". — Eg tek eftir því að í vinahópi þínum frá æskuárunum eru fjög- ur. sem mögulega eiga eftir að mætast á Alþingi sem þingmenn Alþýðuflokksins. Jafnaðarstefnan hefur væntanlega átt upp á pall- borðið á Isafirði á þínum yngri árum? ,,Já, hún átti það og pólitískur áhugi var mikill á ísafirði eins og alkunna er. Við þessi fjögur sem þú talar um, ég, Jón Baldvin. Rannveig Guðmundsdóttir í Kópavogi og Sighvatur Björgvins- son, höfum áreiðanlega smitast af þeim mikla áhuga, sem var á okk- ar heimilum fyrir stefnu jafnaðar- manna". Ekki flíkað stjórnmálaskoðunum fyrr — En sjálfur hefur þú ekki ver- ið orðaður sérstaklega við stjórn- mál fyrr en nú svo skyndilega. Þú hefur ekki viljað reyna þig í póli- tík fyrr? Þrír „púkar" á ísafirði. Árni Búbba, Óli Guggu og Bói í Félags. sem hagfræðingur og ráðgjafi stjórnmálamanna í efnahagsstofn- unum ríkisins í 20 ár. Mér finnst einhvern veginn að ég megi ekki verða mosavaxinn hér. Það ergott að hverfa nú á annan vettVang meðan maður hefur enn áhuga á því sem maður er að gera, og fara að fást við verkefni sem máli skipta á sviði stjórnmálanna". — Var þetta ekki erfið ákvörð- un, að kasta frá sér öruggu og góðu embætti og takast í staðinn á við stjórnmálin, svo ótrygg sem þau nú eru? „Vissulega var það erfið ákvörðun, ekki síst vegna þess að ég er í starfi sem samrýmist því illa að starfa fyrir stjórnmála- flokka. Alþýðuflokksmenn leit- uðu til mín 1974 og aftur 1978 og báðu mig að gefa kost á mér f immtán ára aldri forstjóra Þjóðhagsstofnunar t Skemmtilegur, kjaftfor og djarfur til allra hluta — Hvernig var Jón Baldvin í æsku, baldinn og ófyrirleitinn? „Hann var fyrst og fremst skeinmtilegur, hann var djarfur til allra hiuta og talsvert kjaftfor. Hann átti heima í nágrenni við mig, í Hannibalshúsinu við Riis- túnið. Ég náði aðeins í skóla- stjóratíð Hannibals á Isafirði. Minn skólastjóri í gagnfræðaskóla og góði kennari var Gústaf Lárus- son. Hannibal fiutti með fjöl- skyldu sinni suður upp úr 1950, eins og fleirþ t.d. Skúli og Sigfús Johnsen, sem áttu heima í Silfur- götunni eins og ég. Við Jón Baldvin kynntumst sér- staklega vel sumarið 1951, en þá vorum við saman í sveit í Ögri hjá heiðurshjónunum Hafliða Ólafs- syni og Líneiku Árnadóttur, en Halliði var móðurbróðir Jóns Baldvins. Mér fannst Jón ham- hleypa til allra verka. Hann og Þórir bróðir minn voru þá þegar orðnir liðtækir sláttumenn með orfi og ljá. Verkefnin í Ögri voru fjölbreytt, fyrir utan venjuleg bú- störf unnum við að því að hlaða móhrauka, og fórum með heyiest- ir af útengi. og þarna var æðar- varp og dúntekja sem þurfti að sinna. Það var gott að fá að kynnast þessum verkum, svo var félagslíf- ið í sveitinni með eindæmum skemmtilegt og glaðvært, þar var ekkert kynslóðabil, ungir og gamlir skemmtu sér saman. Ekki spillti fyrir að í Ögurshúsinu gamla var hreppsbókasafn, sem sumarstrákar nutu góðs af í óþurrkatíð og á síðkvöldum. Seinna var ég líka í sveit á Heima- bæ í Arnardal. Þetta voru hollir verustaðir fyrir unglinga. Ég hef allt of sjaldan komið á þessar gömlu slóðir á undanförn- „Hefði ég haft brennandi áhuga, hefði ég varla beðið svona lengi, til 45 ára aldurs. Mín leið inn í stjórnmálin lá ekki um sömu slóðir og margra annarra. Ég starfaði aldrei í stjórnmálafélög- um og ég var ekki flokksbundinn fyrr en nú nýlega. Stjórnmála- skoðanir hef ég auðvitað alltaf haft, þær hafa allir menn. Ég hef hinsvegar ekki flíkað þeim, enda hefur starf mitt verið þannig að það fór ekki saman að sinna því og stússa jafnframt í pólitík. í rauninni hef ég lengst af ekki haft tækifæri, né heldur áhuga, til að sinna stjórnmálum á flokkspóli- tískum vettvangi". — En nú ætlar þú að söðla um og setjast hinum rnegin við borðið ef svo má segja? „Já, núna er ég búinn að starfa ofarlega á lista sínum. Þá fannst mér ekki rétti tíminn. Núna aftur á móti finnst mér að flokkurinn eigi sérstaklega brýnt erindi við fólk, enda hefur stefna hans fengið góðan hljómgrunn. Það sýna síð- ustu skoðanakannanir, sem cru mjög ánægjulegar. Það finna allir að Alþýðuflokkurinn hcfur með- byr, almenningsálitið er með okk- ur, og fylgið fer vaxandi. Ég held að þetta sé af því að menn skilja það betur en áður að jafnaðar- stefnan á erindi og fólk vill auka áhrif jafnaðarmanna í stjórn landsins. En sókndjörf forysta Jóns Baldvins á hér einnig hlut að máli". Að draga úr öryggisleysi og kvíða fyrir komandi degi — Já, þið boðið miklar umbæt- ur á stjórnarfarinu. Hvar vilt þú að borið verði niður? ,,Það er margt sem bæta þarf í þessu landi. Við boðum margvís- legar umbætur. Við lofum ekki gulli og grænum skógum, en við ætlum okkur að gera allt það gagn, sem okkur er unnt með því að treysta innviði velferðarríksins og ella þróttmikið atvinnulíf, sem byggist á markaðsbúskap og fram- takssemi einstaklinga. Við viljum til dæmis bæta skattakerfið og gera það skynsamlegra og sann- gjarnara. Það eraðalsmerki stefnu lýðræðisjafnaðarmanna í efna- hagsmálum að hún er óbundin af kreddum og sérhagsmunum og leitará hverjum tíma bestu lausna l'rá sjónarmiði almenningshags- muna. Okkar markmið er réttlátt oggott þjóðfélag þarsem allirgeta borið höfuðið hátt. Það á að draga úr öryggisleysi og kvíða fyrir komandi degi. Það er of mikið um slíkt í þjóðlélaginu eins og það er í dag". — En nú hefur náðst góður árangur á sviði efnahagsmála að undanförnu? „Það er rétt, cn hættumerkin eru þó mörg í þjóðarbúskapnum. Verðhækkanir hafa upp á síðkast- ið orðið meiri en vænst hafði ver- ið og í ýmsum greinum atvinnu- lífsins gætir nú fólkseklu og launa- skriðs. Þetta er hættuleg þróun, hún skekkirenn launakerfið, sem var þó nægilega skakkt fyrir og Jón og synimir, Sigurður Þór og Þorbjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.