Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 16
vestfirska
iTTABLAÐIÐ
Jón Einar Haraldsson:
Vísnaþáttur
Myndskreyting: Helgi Jósteinsson
Ég hef verið beðinn að sjá um vísnaþátt í blað-
inu, í tilefni jólanna. Nú er það svo, að ég kann
lítið af jólavísum, og hef ég því gripið vísurnar
héðan og þaðan, og ekki hef ég beðið höfunda
um birtingarleyfi, enda hef ég ekki þau sambönd,
sem nauðsynleg eru til þess, alla vega í sumum
tilfellum.
í eftirfarandi páskabæn lýsir Elías bóndi Þórar-
insson á Sveinseyri eftirköstunum:
Taka að gerast alls kyns undur,
einnig koma þau fram á mér.
Líkaminn er sem laminn sundur,
logandi kvöl um búkinn fer.
Snorri Gunnlaugsson í Geitafelli lýsir sjálfum
sér svo:
Þykir lyginn, þekkir klár,
þokuskýin hylja brár.
Axlasiginn, ekki hár,
aldurhniginn, þiggur tár.
Kúaskítsbragð í kjafti mínum,
klígjunnar eykur reginmátt.
Hulin er náðar sólin sýnum.
Sérðu nú Guð hvað, á ég bágt.
Bögglast ég til í báða enda,
batna finn lítið um minn hag.
Ógjörla veit hvar við mun lenda,
vegferð mín þennan páskadag
Hausinn er eins og hundaþúfa,
sem hinir og þessir míga í.
Yfir mér sorgir alls kyns grúfa,
unaðinn byrgja sorgarský.
Þó ég reyni að horfa hátt
og hreykja mér í sollinn.
Verður alltaf ósköp lágt
upp á tóman kollinn.
Sárast er þó að sjá og vita
svelgda upp hverja deiga lögg.
Grátandi þetta Guð ég rita,
gefðu nú blómi þínu dögg.
Gott þykir Snorra vínið, eins og sjá má á þessari
vísu:
Sálin verður ung og ör,
andans kætast lendur.
Ef ég fæ að væta vör,
verða aðeins kenndur.
En vínið fer ekki jafn vel með alla. Káinn orti
svo:
Ó, sendu mér Drottinn glætu á glasi
glaðna myndi þá yfir mér.
Þó að ég stundum hryggur hrasi
hrintu mér ekki burt frá þér.
Ó, hafðu það Drottinn heila flösku,
hugsirðu þér að gleðja mig.
Rísa skal ég þá upp úr ösku,
elska, lofa og prísa þig.
Mér hefur gengið að græða seint,
gerir það alkóholið.
Líðan Rósbergs G. Snædal hefur að öllum lík-
indum ekki verið betri en líðan Elíasar:
Mín af göflum gengur sál,
giftu öfl ei stoða.
Kynda djöflar banabál,
bak mitt sköflum troða.
Lífið fátt mér Ijær í hag,
lúinn þrátt ég glími.
Koma mátt um miðjan dag,
mikli háttatími.