Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 39

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 39
BII vestfirska TTABLAOID 39 AGÆTU VIÐSKIPTA VINIR! Er í innkaupaferð. Kem á morgun með fullt af nýjum vörum Nú verður úrvalið í hámarki! Kveðja, Kolla. Æska MINNINGAR HULDU A. STEF- ÁNSDÓTTUR 2. blndi ÆSKA Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út annað bindl end- urminninga Huldu Á. Stefáns- dóttur sem ber undirtltlllnn Æska. 1 þessu bindi minninga sinna tekur Hulda upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrsta bindi og segir frá æskuárum sínum á fyrsta fjórð- ungi aldarinnar — frá því að hún fluttist frá Möðruvöllum til Akur- eyrar og þangað til hún kvaddi Eyjafjörð tuttugu og sex ára gömul. Hulda kemur víða við eins og að líkum lætur. Á Akureyri mótast bæjarbragurinn í byrjun aldar af dugnaði og skapfestu íslensks al- þýðufólks og erlendri verkkunn- áttu og menningaráhrifum sem þangað bárust með danskættuðum kaupmönnum, kaupmönnum, konsúlum og iðnaðarmönnum sem settust að á íslandi og tóku að rækta garðinn sinn í friðsældinni við Pollinn. Þar bregður þeim ljóslifandi fyr- ir, etasráðinu á Oddeyri, önnunum um og notar tækifærið til þess að heimsækja gamla sérvitra frænku sína sem hefur sest að í fomri höll, sem er að hruni komin, á hásléttum Líbanon. Christy finnst eins og hún sé komin í ævintýraheim þúsund og einnar nætur. En ævintýraljóminn fer fljótlega af ... Mary Stewart sleppir ekki tökunum á lesendum sínum. Ástir í dulúðugu umhverfi Arabalanda, eiturlyf, morð og mannrán. Or þessum efnivið spinnur Mary Stewart sögu sem á eftir að njóta sömu vinsælda hjá íslenskum aðdáendum og fyrri bækur hennar sem þýddar hafa verið á íslensku.“ Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Bókarkápa er hönnuð á Auglýs- ingastofunni Octavo. Bókin er prentuð í Odda. VIGGÓ VIÐUTAN - NÝ TEIKNIMYNDASAGA Út er komin ný telknimynda- saga í flokknum um Vlggó við- utan. Nefnist hún Glennur og glappaskot. í bókarbyrjun segir svo: „Ágætu lesendur! Þið eruð með sögulega bók í höndunum. Starfsfólk teikni- myndasagnadeildarinnar beitti samanlagðri orku sinni og hæfi- leikum til að fá herra Franquin, teiknarann snjalla til að heimila endurútgáfu á nokkrum blaðsíðum Nýjar bækur ævi- og menningarsögu sem þar er sögð. Minningar Huldu Á. Stefáns- dóttur eru settar og prentaðar í Prentstofu G. Benediktssonar og bundnar hjá Amarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson en kápumyndin er af málverki af Huldu frá Hafnarárunum sem Kristín Jónsdóttir málaði. ÁST INNAN MYRKRA MÚRA eftir Mary Stewart Út er komin ný og spennandi bók eftir Mary Stewart og nefnist hún Ást innan myrkra múra. Á bókarkápu segir: „Hin unga, ríka og ofdekraða Christy Mansel er í skemmtiferð í miðausturlönd- KONURNAR Á BREWSTER PLACE eftir Gloriu Naylor Komln er út í íslenskri þýðingu bókin Konurnar á Brewster Place, sem er eftir unga banda- ríska konu, Glorlu Naylor. Þetta er fyrsta bók höfundar en hefur hlotið verðskuldaða athygli. Brester Place er gata í Brewster Placer er gata í fá- tækrahverfi stórborgarinnar, blindgata í heimi fárra valkosta og endalausra vonbrigða. í bókinni segir frá sjö konum sem borist hafa inn í þessa blindgötu, hver með sínum hætti. — Uppruni þeirra er ólíkur, hver og ein á sína sögu, þær eru ungar og gamlar, harðar og viðkvæmar, en allar eiga þær sér drauma, og þær standa saman gegn fjandsamlegu umhverfi og gegn þeirri grimmd sem örbirgð og von- leysi ala af sér. Gloria Naylor hefur hér náð að skapa ljóðræna og um leið afar trúverðuga og ógnvekjandi lýsingu á niðurlægingu, ofbeldi, hugrekki og þolgæði. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Hjörtur Pálsson þýddi. með ættarnöfnin Schiöth og Stephensen, Maríu á Barði og séra Matthíasi. Inn í bernskuleiki krakkanna berst andblær hins ó- kunna með ferðamönnum utan úr heimi sem koma og fara. Gangar Gagnfræðaskólans bergmála af söng og æskugleði og skólastúlkan sem þar á heimili um skeið verður þar kennari áður en lýkur. Hún kynnir fyrir okkur jafn geðrík og ólík skáld og Ólöfu á Hlöðum og Tryggva Svörfuð. Hún er „hestasveinn" í Mývatnsferð og kastar blómum á veg Friðriks átt- unda í Reykjavík 1907. Við fylgjum henni fram og aftur um Atlantshaf í skugga heimsstyrjaldar og inn á heimili dr. Valtýs Guðmundssonar í Kaupmannahöfn, dveljumst með henni sumarlangt á kvennaskóla í Vodingborg og verðum þátttak- endur í lífi og örlögum íslenskra ungmeyja, lista- og menntamanna á Hafnarslóð. Loks rifjar Hulda upp gömul kynni af æskuvini sínum, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, og bregður upp myndum frá sam- verustundum þeirra uns leiðir skiljast. í bókinni eru rúmlega 80 gamlar ljósmyndir sem varpa lífi og lit á horfinn tíma og umhverfi þeirrar úr tímaritinu Sval frá árinu 1957. En á þeim blöðum börðu menn náunga nokkum augum hið fyrsta sinn... Við bjóðum ykkur nú að líta á þessar gömlu teikningar (sem ekki hafa áður komið út í bókarformi) og erum þess fullviss að Franquin bregst ykkur ekki frekar en fyrri daginn — og ekki heldur hugar- fóstrið hans ógleymanlega.“ Hér er því um sögulega útgáfu á Viggó viðutan að ræða, sem aðdá- endur hans munu taka fegins höndum. Höfundur er Franquin. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Bókin er prentuð í Belgíu. IÐUNN QÍQ@@©vidutan GLENNUR 06- GLAPPASKOT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.