Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 5
vestfirska rRETTAELADID Sr. Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði: Hug- leiðing á jólum 1986 Nýtt líf, ný jörð, nýr himinn, hversu heillandi er ekki allt sem sagt verður um; sjá það er nýtt. En eru þá jólin ný gœtu menn spurt, eru þau ekki endurtekning á síðustu jólum eða jólunum þar á undan? Þannig líta efalaust þeir menn á er hafa gráan hversdagsleikann fyrir sinn stóra sannleik og ekki skynja blæbrigði nýs dags, nýrra vina, nýrrar bókar og nýrra jóla. Jólin eru alltafný. Þessi jól er við nú komum til með að halda verða haldin í skugga geimvopna og því svartara myrkur, því skœrar skín jóla- Ijósið og kallar oss til fylgdar við frið og birtu, við nýja von, nýja jörð, — við Krist og kirkju hans. Mannkynið bindur nú vonir sínar um frið á jörðu við fundi leiðtoga stórvelda og einnig, að óttinn við stríðið knýji menn til að halda friðinn. Allt er slíkt valt í meira lagi. Friðarboðun kirkjunnar í anda jólanna, sá andi gleði ogfriðar erfylgir barninufrá Betlehem er vissulega grund- völlur hins eilífa friðar er veitast skal allri heimsbyggð: Vatnsfjarðarkirkja. Syngið með gleðirödd Guði dýrð, heimsþjóðir allar, Guð sig vornföður, hans sonur vorn bróðursig kallar; friður á jörð fluttur er syndugri hjörð. Lofið Guð, lýðtungur snjallar. Látum jólin verða oss gleðigjafa og uppsprettu friðar í hug og hjarta. Tökum á móti fœðingarhátíðinni og Jesú- barninu opnum huga, eins og siður var í bœjunum lágu að hreinsa allt og sópa á aðventunni, prýða og skreyta, þá hreinsum hjörtu vor á þessari tíð, að vér megnum að láta birtuna frá jötunni í Betlehem skína í sálu vora án sora og gróms þessa heims. Megi jólin færa oss nær hvert öðru í anda friðar og kœrleika og verða leiðtogum Ijós á vandrötuðum vegi. Gleðileg jól. „Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, ^ kom nú í heiminn. ^ Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann. “ Jóh. 1,9.-10. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.