Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
matvælum, helzt nokkrir stórbændur, sem haft höfðu útgerð
með landbúskap. A Siglufírði, sem var mikill og vaxandi út-
gerðarbær, var ástandið að vonum slæmt, þar eð sjór varð ekki
stundaður að neinu marki sökum íss, en landbúskapur nauð-
lítill.
Bjargarskortur hefur trúlega orðið til þess að Dýrleif, vinnu-
stúlka á Hóli í Siglufirði, varð að leita burt til þess að hafa í sig
og á, og leiðin lá til Skagafjarðar, að Miðhúsum í Oslandshlíð.
Þar þótti góð matarvist, betri en víðast annars staðar í hérað-
inu. Húsbóndinn hét Konráð Jónsson. Hann þótti í öllu mikil-
fengur, „skapaður til forustu bæði til lands og sjávar“. Konráð
hóf fyrstur „saltfiskverkun við Skagafjörð og síldveiðar, lengi
bátaformaður". Hann gegndi og fjölmörgum störfum fyrir sveit
sína og sýslu; þótti mikilvirkur að öllu, stjórnsamur og vinnu-
harður, gekk þar á undan hjúum sínum með góðu eftirdæmi.
Raungóður reyndist hann bágstöddum.
Óvíst er, hver réð Dýrleifu til vistar í Miðhús. Það er ágizk-
un höfundar, að þar hafi séra Skafti Jónsson haft hönd í bagga.
Hann þekkti nokkuð til í Skagafirði. Systur hans tvær voru hús-
freyjur þar: Anna gift Sigurði Ólafssyni á Hellulandi og Guðný
gift bróður hans hans, Gunnari vefara Ólafssyni á Lóni í Við-
vikursveit. Þær systur þekktu vel til í Miðhúsum. Þar skorti
ekki matföng, eins og áður segir, og vist að öðru góð þrátt fyrir
vinnukergju húsbónda. Dýrleif var, þótt ung væri að árum,
orðin vön flestum störfum til sjós og lands; það kom Konráði
bónda einkar vel.
Ekki fara sögur af því, hvernig Dýrleifu hefur gengið að kom-
ast í nýju vistina. Um fardagaleytið 1887 mátti heita, að ófært
væri sjóleiðina til Skagafjarðar, nema siglt væri innan um mik-
inn ís, sem var á sífelldu reki um fjörðinn, eftir því hvernig
vindur blés í það og það skiptið. Þó mun þetta hafa verið skásti
kosturinn, því að fannalög voru slík, að Siglufjarðarskarð varð
vart farið nema þá helzt á skíðum.
Arið 1886 var að fullu gengið frá kaupum Skagafjarðarsýslu
12