Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 87
AF SKAFTA FRÁ NÖF
læddist nagandi grunur um, að ekki væri allt með felldu um
ferðir Skafta. Otti og von hertu átök sín. Og naumast verður
fögnuðinum lýst, er hann hélt skipi sínu heilu til hafnar.
Skafti sinnti nokkuð félagsstörfum. Hann var lengi á lista
Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningar á Siglufirði og
sat örfáa fundi sem varamaður. Hann var og í hafnarnefnd um
tíma og þótti svo stórhuga um framkvæmdir, að tillögur hans
fengu lítinn hljómgrunn. Gekk honum þó ekki annað til en
heill bæjarbúa, og hag sjómannanna bar hann sérstaklega fyrir
brjósti. Mest afskipti hafði Skafti af kirkjumálum á Siglufirði.
Hann átti a.m.k. í nítján ár sæti í sóknarnefnd. Séra Ragnar
Fjalar Lárusson segir í bréfi til höfundar, að Skafti hafi verið
„tillögugóður og þægilegur. Þá var hann einkar kirkjurækinn
maður, varla var messað svo í Siglufjarðarkirkju að hann ekki
kæmi til messu, ef hann var heima. Hann átti sitt sæti þar, sem
oftast var setið. Helgu þekkti ég minna. Hún var eins og þú
veizt mjög bókhneigð og las öll ósköp, en frekar hlédræg og
ekki mikið á mannamótum."
Skafti sinnti ýmsum störfum á vegum Framsóknarflokksins
á Siglufirði. Hann var og formaður Slysavarnadeildar Siglufjarð-
ar 1945—1948. Frekari afskipti mun hann hafa haft af félags-
málum, reyndist þó jafnan fremur maður athafna en orða. Frami
hans á félagsmálasviði hefði getað orðið meiri, en metnaður
hans stóð hvorki til þess né auðsöfnunar, og hlaut hann jafnvel
áfellisdóma fyrir.
Þótt Skafti þætti ekki framagjarn, hafði hann samt umtals-
verð áhrif fyrir sakir vinsælda. Hann átti um allt land hauka í
horni, raunar oft án þess að gera sér það ljóst. Þegar Jón sýslu-
maður, sonur hans, fór í þingframboð fyrir Framsóknarflokkinn
í Reykjaneskjördæmi 1959, töldu flestir vonlaust að ná þar þing-
sæti, en það tókst. Jón Skaftason: „Eitt af því, sem hjálpaði
mér mjög mikið þá, var það, að í kjördæminu bjuggu fjöl-
margir brottfluttir Siglfirðingar og Skagfirðingar. Mér var full-
ljóst, að ég fékk þar óvænt atkvæði margra, jafnvel manna úr
85