Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 65
AF SKAFTA FRÁ NÖF
Báturinn hét áfram Úlfur Uggason og bar einkennisstafina SK
53. Árið 1943 var 33 ha. Buda díeselvél sett í bátinn. Úlf rak á
land á Sauðárkróki og brotnaði í spón 12. nóvember 1947.
Skafti keypti norskt vélskip, úr furu, Stathav SI 21, 31 brl.,
hinn 17. marz 1939- Þá var sett 90 ha. June Munktell vél í það.
Báturinn strandaði við Akranes 1944 og varð ónýtur.
Þormóður rammi SI 32, „dekkaður vélbátur", smíðaður úr
furu á Akureyri árið 1925. Skafti eignaðist hann nýjan. Hann
var 10 brl. með 26 ha. Hein-vél, sem skjótt reyndist ónýt. Bát-
urinn lá síðan í slipp. Svo segir í skipaskrá Siglufjarðar: „1936
hefir báturinn staðið uppi hjer í slippnum, vélarlaus, í þrjú ár,
og virðist vera orðinn ónýtur." — Árið 1939 var báturinn gerð-
ur upp og sett á hann hádekk og búinn út með 50 ha. June
Munktell vél, gekk þá 9—10 mílur, er bezt lét, og þótti hið
skemmtilegasta fley. Báturinn strandaði við Skaga 16. marz
1942 og ónýttist. Áhöfn bjargaðist.
Hinn 24. nóvember 1930 keypti Skafti 5 brl. vélbát með þil-
fari og 4 ha. Dan-vél; smíðaður í Danmörku, úr furu. Báturinn
hét Tryggvi og bar einkennisstafina SI 29- Hann finnst ekki á
skrá eftir 1935.
Vélbáturinn Mjölnir EA 437 átti sér langa sögu. Hann var
umbyggður á Akureyri 1923; úr eik og furu; 16 brl., með 18
ha. Avance-vél. Bjarni Einarsson skipasmiður á Akureyri end-
ursmíðaði bátinn og átti hann. Mælt er, að hann hafi í önd-
verðu verið nótabátur, sem Norðmenn komu með til Akureyrar
löngu fyrir aldamót. Þá var hann að sjálfsögðu súðbyrtur með
lotstefni og gafli. Einhvern tíma á síðasta tugi 19- aldar er tal-
ið, að hann væri styrktur að ráði, „dekkaður og sett á hann aft-
urstefni, var þá tvístöfnungur, súðbyrtur áfram og með lot-
stefni“. Þá kvað hafa verið sett í hann „4 ha. gufuvél og svo
mótorvél strax og þær fóru að flytjast". Mjölnir var jafnan í
flutningum um Eyjafjörð, og ýmsir höfðu fyrir satt, „að hann
hefði aldrei gengið til fiskiveiða með línu, fyrr en hann komst í
eigu Skafta frá Nöf‘. Þó var eitthvað fengizt við síldveiðar með
63