Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 194
SKAGFIRÐINGABÓK
Veturinn 1877—78 var settur kvennaskóli í Ási í Hegranesi
fyrir nokkrar námsmeyjar. Kennslukonan var frú Jónína Sig-
urðardóttir frá Möðrudal á Fjöllum, kona Gunnars Einarssonar
frá Nesi í Höfðahverfi. Var eg þar á skólanum vetrarpart, gat
ekki komið þangað fyrr en eftir nýár, sökum þess að móðir mín
mátti ekki missa mig að heiman fyrr, þar systur mínar voru
báðar giftar og farnar frá henni. Þurfti eg að spinna í vefnað áð-
ur eg færi og líka vinna að ýmsum öðrum heimilisverkum.
Voru þá foreldrar mínir búir að minnka við sig og eftirláta Eng-
ilráðu systur minni og Halli manni hennar hálfa jörðina til
ábúðar, höfðu þá sjálf ekki nema hinn helminginn af jörðinni,
einn vinnumann og vinnukonu að hálfu. Á skólanum lærði eg
að baldýra og margskonar útsaum, hekl og margt fleira, þar á
meðal handsaumaði eg jakkaföt handa föður mínum. Fékk eg
bezta vitnisburð þaðan.
Vorið næsta eftir kom eg á Sauðárkrók, var þá Þorvaldur Ein-
arsson búinn að byggja sér hús, var það úr torfi með timbur-
hálfstafni. Stóð það út á Eyri, nokkru innar en gamla Eyrarhús-
ið, sem nú stendur. Stóð það spölkorn frá sjónum og malar-
kampur á milli. Var þar út frá oft verkaður saltfiskur og þurrk-
aður á kampinum. En svo tók sjórinn kampinn af og var geng-
inn upp að Þorvaldarhúsi, svo hann varð að flytja burt og rífa
viðina. Nú sést ekkert eftir af veggjunum, sjórinn hefir tekið
þá.
Þá var Einar gamli Jónsson líka búinn að byggja sér stóra
sjóbúð úr torfi og grjóti, með timbur hálfstafni, endurbætt síð-
ar. Hún stóð að mig minnir suðaustur undan mjólkursamlag-
inu.
Veturinn eftir, eða 1878—79, var eg frá nýári á Sauðárkrók í
húsi Kristjáns Hallgrímssonar verzlunarstjóra að læra matartil-
búning og ýmislegt fleira. Var þá um veturinn oft skemmti-
legt. Þegar snjólaust var og gott veður gengum við kvenfólkið
úr húsinu oft út til hressingar, ýmist inn á Sauðárflæðar eða út
á Eyri. í hópnum voru frúin og Ólöf systir Kristjáns verzlunar-
192