Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 154
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki líða, að psálmar sé upp á hljóðstafagrein útlagðir,
og meina að ei varði, með hvörju móti það er útlagt, sem
í kirkjunni syngjast skal, þegar það verður skilið. Og
gefa þeir enir sömu þar með nóglega að undirstanda, hví-
lika rækt, ást og virðing þeir hafa til Guðs orðs og síns
eiginligs móðurmáls. [Því er það] fyrir þessar greinir, so
og einnin móðurmáli voru til sæmdar og fegurðar, sem í
sjálfu sér er bæði ljóst og fagurt, og ekki þarf í þessu efni
úr öðrum tungumálum orð til láns að taka eða brákað
mál né bögur að þiggja, þá hef eg alla tíma síðan eg kom
til þessa embættis (óverðugur), óskað þess og lagt þar
hug og ástundan á, að vorir psálmar mættu með mjúkari
málsnilld eftir réttri hljóðstafagrein og hætti, og þó þar
með eftir originalnum, þeim þýzka og latínska, verða
útlagðir.
Ekki vill biskup hirða um sálma, sem eru „of mjög hneigðir
upp á skáldskap og hljóðstafamálsnilld, með djúpum kenning-
um og lítt skiljandi orðum og meiningum." En eigi að síður
telur hann það mjög „misráðið og ólagligt" að vanda sem bezt
veraldlegan kveðskap, en „hirða ekki að vanda það, sem Guði
og hans lofgjörð til kemur," enda sé skáldskapar málsnilldin
bæði mikilvæg og sálbætandi. Því að, heldur biskup áfram:
þó að Guðs orð, það sé í sjálfu sér létt og auðnæmt og sú
allra sætasta sönglist og málsnilld, hafandi guðdómligan
kraft til að gefa huggun særðum, sorgfullum samvizk-
um, og réttiliga að gleðja hjörtu og hugskot manna, þá
mega þó öll sanngjörn hjörtu játa það og meðkenna, að
þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og
fagurt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft
og gengur djúpara til hjartans og hrærir það og uppvekur
til Guðs. Hvar fyrir skyldi ellegar s. Páll áminna oss um
lofsöngva og andlig, ljúflig kvæði, að syngja fyrir
Drottni?
152