Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 90
SKAGFIRÐINGABÓK
Guðveig og Dýrleif á neðri hæð. Þær leigðu jafnan út frá sér.
Friðþóra og Jóhann eignuðust fimm börn: Sigríði, Þorvald,
Stefaníu, Indriða og Freystein.
Dýrleif lézt 2. febrúar 1950. Guðveig fluttist litlu síðar suð-
ur í Innri-Njarðvík, giftist þar ekkjumanni. Er hann missti
heilsuna, hjúkraði hún honum heima. Frá barnsaldri og fram á
elliár stundaði hún sjúka af mikilli nærfærni og hlýhug. Ung
að árum gekk hún undir föður sínum, er hann þráði að skyggn-
ast um úti við og njóta sólar og sjávarlofts. Þess bar hún alla
tíð menjar.
Nafarhjónin áttu fjögur börn, sem komust á legg, en eitt
barn, Dýrleif, frumburður, dó stuttu eftir fæðingu. Hin eru:
Jón sýslumaður Reykvíkinga, fæddur 25. nóvember 1926.
Kona hans er Hólmfríður Gestsdóttir, fædd 3. apríl 1929- Börn
þeirra: Gestur hæstaréttarlögmaður, Helga lögfræðingur, starfs-
maður Alþjóðabankans í Washington, Skafti aðstoðarfram-
kvæmdastjóri og Gunnar héraðsdómslögmaður.
Stefán, prófessor við Háskóla Islands, fæddur 18. febrúar
1928. Fyrri kona: Ingibjörg Alda Bjarnadóttir, f. 2. maí 1929-
Skildu. Síðari kona: Maj Vivi-Anne Ivarsson hjúkrunarfræð-
ingur, f. 2. marz 1933- Dóttir með f.k.: Hauður Helga rekstrar-
fræðingur. Börn með s.k.: Anna Marie Ingibjörg B.Sc. röntgen-
tæknir og leiðsögumaður; Jóhann Ivar Skafti nemi í arkitektúr
í Helsingfors.
Gunnlaugur Tryggvi skrifstofumaður, fæddur 23- september
1930. Kona: Vigdís Jónsdóttir, fædd 16. júlí 1926, skrifstofu-
maður. Þau eru barnlaus.
Jóhanna Dýrleif bókasafnsfræðingur, fædd 16. júlí 1933. Mað-
ur: Björn Gunnarsson frá Arnarnesi, forstöðumaður tölvudeild-
ar Seðlabanka Islands. Börn: Sigurveig fatahönnuður og ritari,
Steingrímur Birkir viðskiptafræðingur.
Uppeldi barnanna á Nöf varð að mestu hlutskipti móður
þeirra, m.a. sökum mikilla fjarvista Skafta og þess sífellda erils,
sem jafnan mæddi á honum. Það hlutskipti var henni ljúft, og
88