Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 92
SKAGFIRÐINGABÓK
um allt. - Við heyrðum, að Helga sagði byrst: „Nú verðið þið
flengdir!" Eg man ekki viðbrögð Jóns, en Stefán sagði: „Þá fæ
ég bollu!“ — og fór til afa síns að segja honum gleðitíðindin.
Þeir þekktu ekki aðrar flengingar. Stefán reyndi að hlæja, og
það kom glampi í augu hans.“
Börnum Skafta og Helgu var haldið vel til vinnu, er þau
höfðu aldur til. Trúlega hófu þau öll starfsferil sem sendlar,
ekki einungis á vegum fjölskyldunnar, heldur og allra þeirra,
sem nutu fyrirgreiðslu Skafta. Þeir voru ófáir. Þegar þau uxu úr
grasi, unnu þau í síld hjá fyrirtæki fjölskyldunnar eða að öðr-
um störfum í hennar þágu. Þau hafa því raunar kostað nám sitt
sjálf framan af, en öll urðu þau stúdentar frá Menntaskólanum
á Akureyri.
Skafti átti þann draum að sjá synina alla með stýrimanna-
eða skipstjórapróf. Móðir þeirra ætlaði þeim annað hlutskipti,
langskólanám, sem kallað var, og hennar varð sigurinn. Mælt
er, að Skafta hafi fundizt fátt um, er sonur hans varð alþingis-
maður ungur að árum, hefði þá heldur kosið að sjá hann með
skipstjórahúfu. En Skafta var ljóst, að ekki geta allir draumar
rætzt.
Þegar fuglarnir voru úr hreiðri flognir og síld af miðum,
hvíldi dapurleg kyrrð yfir söltunarstöðinni Nöf. Geta má nærri,
að Skafta hafi brugðið, er athafnasvæðið með iðandi mannlífi
áður fyrr, lá í eyði og tómi og engin von þess, að úr rættist. Þá
var að kveðja og fara á eftir börnunum. Gömlu hjónin fluttust
til Reykjavíkur árið 1969, fengu íbúð í raðhúsi Dvalarheimilis
aldraðra sjómanna að Jökulgrunni 12. Skafta mun hafa þótt á
skorta, að þangað barst hvorki hjalandi öldugjálfur né svarr-
andi brimgnýr.
Nafarhjón áttu eftir að njóta samvista í áratug. Þótt þau
væru ólík til geðs og gerðar, reyndust þau ákaflega samrýnd.
„Þau leiddust um götur eins og ungt, ástfangið par.“ Bæði
voru barngóð, og skilningsrík, þar sem yngsta kynslóðin átti í
hlut. Börn hændust að þeim, svo að „heimagangarnir" reynd-
90