Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 175
ENDURMINNINGAR 1861-1883
Réði þá Ólafur í Ási Sigfús Pétursson frá Holtsmúla til henn-
ar fyrir ráðsmann. Flutti liann sama vor til hennar í Garð, en
næsta vor eftir giftu þau sig. Þegar fram í sótti, gjörðist mikil
óvild milli Ólafs og Sigfúsar, er magnaðist eftir því sem tímar
liðu. Aftók þá Sigfús við konu sína að búa lengur í Garði.
Fluttu þau að Sjávarborg, voru þar eitt ár. Ingibjörg var þá orð-
in mjög geðbiluð og fannst sér ómögulegt að vera þar lengur.
Foreldrar mínir kenndu í brjóst[i] um hana og létu tilleiðast að
skipta á jörðunum þrátt fyrir þau væru ánægð. Mundu fáir hafa
orðið svo hjálpfúsir, þar sem líka öll bæjarhús í Garði voru að
falli komin. Mér er í barnsminni, hvað bærinn var leiðinlegur.
Eftir sex ár byggði faðir minn upp allan bæinn. Man eg vel
hversu glaðar við systurnar vorum yfir þeirri miklu breytingu.
Hvergi þar um slóðir jafngóður bær, fyrir utan í Ási hjá Ólafi
Sigurðssyni.
Á þeim tíma var hér um bil alls staðar illa byggt, fáar und-
antekningar, og það þótt hjá efnafólki væri, það var lítið eða
ekkert betra; það gat skriðið áfram í moldarhreysum ekki síður
en þeir fátækari.
Þegar eg var á sjöunda ári sat eg fyrsta sinn brúðkaups-
veizlu. Foreldrar mínir voru boðin og við systkinin fjögur, sem
þá voru á lífi. Eg var langyngst af þeim. Veizlan var haldin í
Utanverðunesi. Það voru að gifta sig Björn Guðmundsson, bróð-
ir Sigurbjargar húsfreyju í Nesi, og Halldóra Sigurðardóttir,
móðursystir Stefaníu, konu Sölva Jónssonar smiðs á Sauðár-
króki.
Eg man vel, hvernig allt fór fram og hvernig gamli stofu-
kofinn í Nesi var tjaldaður innan. Tjöldin voru glitofin söðul-
áklæði, er tjaldað var með innanvert, en framanvert með rúm-
brekánum. Mundi það þykja lélegur veizlusalur nú á tímum.
Mér er ógleymanlegt lítið atvik, er kom fyrir. Eg sat við hlið
móður minnar. Við hina hlið mína sat drengur lítið eitt yngri
en eg, var sonur hjónanna í Nesi, Jón er síðar nefndi sig Ós-