Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 80
SKAGFIRÐINGABÓK
virðist Úlf bera hæst í endurminningu gamalla Skagfirðinga. —
Vel væri við hæfi, að Skagfirðingar minntust þessarar happa-
fleytu með því að koma upp nafni hennar á nýjaleik.
Koma Úlfs á skagfirzkar hafnir fyrr á árum var sérstakt fagn-
aðarefni, meðan annarra flutningabáta var ekki von. Bátinn
þekktu kunnugir á vélarhljóðinu, þótt ekki sæist til hans. Gang-
hljóðið var líka sérkennilegt. Guðvarður Jónsson, háseti á út-
vegi Skafta, segir svo frá: „Ef Úlfur var við bryggju í hægum
gangi, gat hann slegið sóthringi upp úr reykháfnum, væri blæja-
logn. Eitt sinn sem oftar lá hann við bryggju á Hofsósi í kyrru
veðri, er konu einni í plássinu varð litið út um glugga, sá þetta
fyrirbrigði og sagði: „Hann dúllar fallega hann Skafti minn
núna. Þrjár og fjórar dúllur á lofti í einu!“
Það var ekki einungis, að vélarhljóð Úlfs þætti auðþekkt,
heldur og flaut hans, og mun raunar svo hafa verið um marga
síldarbátana. Magna Sæmundsdóttir, Dúasonar, minnist þess,
er síldarskipin héldu hvert til síns heima og kyrrð færðist yfir
Siglufjörð: „Þegar fyrsta skipið fór, kvaddi það með þrem flaut-
um. Öll, sem eftir voru, tóku undir með mismunandi hljómi.
Þannig kvöddust öll skipin. Þessi hljómur úr kveðjuflautunum
ómar enn fyrir eyrum mér, þegar ég hugsa um hann. Mér fannst
svo ömurlegt, þegar skipin voru að kveðja. Skyldu þau hittast
aftur á miðum eða koma aftur til Siglufjarðar?”
Fáir síldarútvegsmenn lögðu eins mikið kapp og Skafti á að
laða veiðiskipin til Siglufjarðar, er síldin fjarlægðist hin hefð-
bundnu mið, og er áður á það drepið.
XV. Af Helgu konu Skafta, heimilisháttum o.fl.
Bernskustöðvum Skafta hefur áður verið lýst að nokkru. Vel
þykir við hæfi að minnast örfáum orðum á átthaga Helgu,
konu hans.
Lækjargatan í Búðargilinu á Akureyri og Nöfin við Hofsós
78