Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 40
SKAGFIRÐINGABÓK
grennd við Siglufjörð; aðrir grófust í fönn, en lifðu af. Snjóflóð-
ið úr Staðarhólsfjalli olli gífurlegri flóðbylgju á Siglufirði og
skemmdum á bátum og mannvirkjum.
Pétur og Skafti höfðu farið á Ulfi til Akureyrar og hlaðið
hann vörum, sem áttu að fara á Skagafjarðarhafnir. Meðal ann-
ars var hár timburhlaði á þilfari, olíuföt og kaggar, lestin full af
kornvöru. Þeir héldu af stað frá Akureyri miðvikudaginn 9-
apríl, fengu þreifandi stórhríð, þegar þeir komu inn á móts við
Siglufjörð. Þeir halda þangað og eru komnir inn undir Gránu-
félagsbryggju þar á tanganum. En sem Skafti er að leggja að
bryggjunni, finnst honum sem sagt sé við hann: „Ekki þarna!“
Hann sneri þegar við, tók aftur á bak og upp með nýrri, traustri
bryggju, sem Jón skipstjóri Sigurðsson frá Reykjavík hafði ný-
lokið við að láta smíða. Þarna sofa þeir í bátnum tvær nætur,
því að ekki slotaði hríðinni úti fyrir, og hafði Skafti ákaflega
erfiðar draumfarir, þótt hann „lægi við bryggju í tryggri höfn“.
Hann hafði aldrei vakt í bát við bryggju, ef sæmilega viðraði.
Skafti gerði sér ekki fulla grein fyrir því sjálfur, hvers vegna
hann hefst handa um það morguninn 11. aprúl að búa enn betur
um Ulf við bryggjuna, því að veður var að kalla stillt. Hann
skynjaði hættu, sem hann gat þó ekki gert sér grein fyrir. „En ég
var hræddur, alvarlega hræddur,” sagði Skafti síðar. „Og það
verður úr, að ég kippi upp akkeri með keðju, sem var á bátn-
um, það notaði ég í verstu lendingum, þar sem bátar eru látnir
liggja úti á. ... Eg kippi stórankerinu upp og legg það yfir
bryggjuna og festi á stólpanum.”
Um kvöldið leggjast bræðurnir til svefns eftir að hafa geng-
ið frá öllu sem kirfilegast. Þeir hrökkva upp við það, að bátur-
inn sendist til, hefst á loft. „Við sprettum upp við þessi ósköp",
segir Skafti. „Eg hljóp upp að lúkarsgatinu, lyfti skælettinu ...
og þá er það svona, báturinn er allur í kafi undir snjó og vatni
og öll bönd slitin af honum — nema keðjan. Svo fer sjórinn aft-
ur að fara út, rennur í gegnum bryggjuna, en báturinn festist
uppi á henni, leggst á hliðina, hálfur í sjó. Þar ramlar hann um
38