Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 48
SKAGFIRÐINGABÓK
laugur Tryggvi, ritstjóri og bóksali á Akureyri, Ingibjörg,
kona Andrésar Hafliðasonar, kaupmanns á Siglufirði, Alfreð,
verzlunarmaður á Akureyri, og Helga Sigurlína, sem varð kona
Skafta Stefánssonar frá Nöf. Þau systkin áttu og hálfsystur,
samfeðra, Guðrúnu, húsfreyju á Stórahamri í Eyjafirði fram.
Faðir Jóhönnu Gísladóttur, Gísli Þorláksson (1829—1910),
var umtalaður maður á sinni tíð og raunar lengur. Foreldrar
hans voru Þorlákur Finnbogason hins ramma (1795-1877),
Þorkelssonar og kona hans Valgerður Jónsdóttir (1802—1852),
bónda á Sauðá, Jónssonar. Finnbogi var albróðir Unu, húsfreyju
á Svaðastöðum, sem var föðurmóðir Jóns ríka á sama bæ. Hér
var um að ræða sögufræg hraustmenni, og Svaðastaðaauður
þótti með ólíkindum. Að Gísla Þorlákssyni stóð því þekkt fólk
sakir dugnaðar og auðsældar, en jafnframt vegna einstakrar
íhaldssemi og andúðar á framförum.
Gísla Þorlákssyni var illa í ætt skotið að því leyti, að honum
varð ekki gott til fjár og mun raunar hafa lagt í léttan stað alla
fésýslu. Rammur var hann að afli sem forfeður hans margir, en
með dugnað skauzt í tvö horn. Hann var ferðamaður ágætur,
skjótur til, harðfengur og úrræðagóður. Hann var á þriðja ára-
tug vinnumaður hjá séra Jóni Hallssyni, fór þá margar skreið-
arferðir suður á land og undir Jökul og naut sín vel, sem og í
öðru ferðastússi, því að hann eirði kyrrsetum illa og þótti anzi
tómlátur við vinnu heima fyrir. Gárungar sögðu, að hann fyndi
upp á ýmsu við prófast, svo að kostur gæfist á ferðalögum, og
þótti stundum miðlungi sannorður. Af þessum sökum, svo og
af sögum, er hann sagði sér til frægðarauka, kölluðu gárungar
hann Gísla sannleik og þegar meira var við haft: Gísla stóra-
sannleik. Alltaf var Gísli sjálfur söguhetjan, og ekki bar hann
út óhróður um náungann í frásögum sínum. Þótt hann léki
stundum tveim skjöldum, er ferðafýsnin sótti að honum, lét
prófastur kyrrt liggja, því að Gísli var heimilinu ómissandi, og
réð hann jafnan miklu.
Þeir, sem þekktu til Gísla, töldu honum ekki vits vant. Er
46