Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐINGABÓK
Halldórs smiðs húsið. Á þessum sama tíma byggði Stefán Jóns-
son faktor sitt stóra lnis. Stóð það örskammt fyrir utan bakaríið
sem nú er. Ennfemur byggði á svipuðum tíma Hallur Ás-
grímssen sitt hús, sem nú er eign Olínu Benediktsdóttur.
Stuttu fyrir páska, veturinn er eg var á 15. ári, vorum við
Engilráð systir mín staddar á Ríp við messu. Rétt áður en við
lögðum heimleiðis, heyrðum við talað um, að Jónas í Hróars-
dal og Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Elivogum hefðu samið
leikrit, er þeir nefndu Maurapúkann. Voru búnir að fá leigt
Popps pakkús fyrir leikinn, búnir að fá leikfólk eftir þörfum og
það búið að æfa sig saman. Átti að leika þetta sama sunnu-
dagskveld, opna húsið kl. 9.
Það höfðu gengið undanfarið blotar öðru hvoru, því vont að
fara. En allt fyrir það hugsuðum við systur okkur að fara og sjá
þessa nýjung, því aldrei hafði verið leikinn sjónleikur hér fyrr.
Hröðuðum við okkur heim, báðum móður okkar um leyfi að
mega fara, sögðum alla málavexti. Kvaðst hún vera hrædd um
að ísinn á Vötnunum væri orðinn veikur og liti helzt út fyrir
hláku. Sagðist ekki leyfa það nema karlmaður færi með okkur.
Fengum við Kristján Guðmundsson vinnumann að fara með
okkur. Tíminn var farinn að styttast, þar til byrjað yrði á leikn-
um, en seinfarið, þar bæði var blautt og sleipt.
Við borðuðum meðan Kristján bjó sig, við hröðuðum okkur
hið mesta. Brátt vorum við að öllu tilbúin. Faðir minn kom út
á hlaðið með okkur, sagðist allt eins búast við að Vötnin væru
ófær nema á ósaskörinni, við skyldum fara þar yfir. Sagði
Kristjáni að hafa staf og mannbrodda með. Gjörði hann það.
Kvöddum við svo pabba og lögðum af stað. Það var farið að
þiðna fyrir alvöru, en logn og bezta veður. Við óðum krapið og
sleipuna, reyndum af ftrustu kröftum að rífa okkur áfram. Kom-
um að Nesi, spurðum eftir Vötnunum. Magnús sagði þau ófær
nema á ósaskörinni, mundi þó ísinn vera orðinn veikur þar
líka. Jónas sonur hjónanna var staddur úti hjá okkur og vissi á
hvaða ferð við vorum. Bað okkur óaflátanlega bfða meðan hann
186