Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 84
SKAGFIRÐINGABOK
né tötur”. Skafti stóð síðar í malarflutningum fyrir Siglfirð-
inga, þó ekki úr Staðarhólslandi, heldur af Borgarsandi við
Sauðárkrók. Má vera, að álagatrú hafí valdið, að svo langt var
sótt árið 1939-
Þótt Helga bæri með þögn og þolinmæði margt, sem á hlut
hennar var gert, gat hún snúizt til varnar, kom þá vel fyrir sig
orði og var býsna hvassyrt og fylgin sér. Oft mun hún ekki hafa
brugðið á það ráð, kaus heldur að láta hljótt yfir og sæta nokk-
urri einangrun með börnum sínum, en því er viðbrugðið, hve
hlý og góð móðir hún var. Efalítið hafa börnin reynzt henni
harmabót. Þeirra vegna lagði hún ýmislegt á sig, sem hún
hefði tæpast gert ella.
Helga hafði næmt auga fyrir allri fegurð. Því má nærri geta,
að þungt hefur henni fallið, er hún fékk ekki til leiðar komið,
að íbúðin væri búin þokkalegum húsgögnum, en þau þóttu
ærið fátækleg, hvað þá að flutt væri í þægilegri íbúð á kyrrlát-
ari stað. Skafti gat sofið sitjandi, næstum við hvaða aðstæður,
sem var, og vaknað, er hann vildi. Hér varð Skafta ekki haggað.
Enginn átti að gera kröfur fram yfir brýnustu þarfir. Því þyngra
hefur Helgu trúlega fallið þessi þverúð bónda síns, þeim mun
nánari sem kynnin urðu af glæsilegum húsbúnaði hjá Ingi-
björgu systur hennar. Hún giftist 1915 Andrési Hafliðasyni
kaupmanni, og stofnuðu þau brátt eigið heimili „og var mikil
rausn, myndar- og menningarbragur þar á öllu“. Ingibjörg „var
allra kvenna greiðugust og hugulsömust við þá, sem einhver
bágindi steðjuðu að, og vildi allra vandræði leysa“. Líklega má
svipað segja um þau systkin öll. Helga gaf út úr höndum sér,
ef hún hafði einhverju að miðla, en handbært fé hennar var
ógnægra viljanum til að gefa. Silla frá Steinflötum: „Hún gauk-
aði hinu og þessu að mér, ef hún gat komið því við, t.d. sykri,
sem þá var skammtaður. Þetta var nefnilega á kreppuárunum."
Höfundi dettur í hug í þessu sambandi ágætismaðurinn Gunn-
laugur Tryggvi bóksali, bróðir þeirra systra. Hann var kunnur
að greiðasemi og góðvild í garð allra, sem minna máttu sín.
82