Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 23
AF SKAFTA FRÁ NÖF
Hofsós, laust fyrir 1950. Ht/sið sem örin bendir á er Nöf (eftir endurbygg-
ingu). Til vinstri er beitingaskúr og lýsisbrœðsla (eyðilagðist íbr'tmi), og við
höfnina beitingaskúrar. Tölusettu húsin eru: 1. Kaupfélagsbúsið d Sandinum,
2. Brekka, 3- Sunnuhvoll, 4. líklega Jóngrund og útihús, 5. Háiskdli, 6.
Baldurshagi, nú kaffistofan Sólvík, 7. Pakkhúsið gamla, 8. Rafstöðin, 9.
Verzluti Vilhelms Erlendssonar, 10. Svalbarð, hús Gísla Benjamínssonar,
ll.fjós, 12. Arbakki. Úr safni Kristjáns Runólfssonar
sagan með Stefán, kramaraumingjann, sem helzt þurfti mann-
eskju yfir sér, ef vel átti að vera.
Eitthvað á þessa leið mun sveitarstjórn og ýmsir sveitungar
þeirra hjóna hafa hugsað. Þetta var alvarlegt áfall fyrir hrepps-
félagið og krafðist skjótra úrræða.
Þeim mæðgum var ljóst, er svona var komið, að leiðir hlaut
að skilja. Varð báðum það ofur þungbært. Þórdís fluttist til
sonar sfns, Bjarna skipasmiðs á Akureyri, og lézt þar skömmu
síðar, 1908. Bjarni bauðst og til að taka Skafta að sér, en eng-
inn tók það í mál. Hann var fyrirvinnan!
Hreppsnefnd kom að máli við Dýrleifu, er svona var komið,
21