Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 110
SKAGFIRÐINGABÓK
Frá Guðrúnu, fyrsta barni Jóns og Nýbjargar, segir ger síðar.
Sigurlaug hét önnur dóttir þeirra, fædd 1845 og var lengi með
foreldrum sínum. Hún giftist ekki né átti börn, lést 1911-
Þriðja alsystirin, Guðný, fæddist 1846, dó 1887. Hún giftist
Grími Stefánssyni skósmið og beyki á Akureyri og víðar. Af-
komendur þeirra nefndu sig sumir Hörgdal, t.d. Þorsteinn
Marínó Hörgdal, kennari og hreppsnefndarmaður í Glerárþorpi.
Allar þessar systur virðast hafa verið vel gefnar og gerðar, enda
falla vitnisburðir þeim í vil.
A hvítasunnudag 1843 gekk til fermingar á Munkaþverá 14
ára mær, Margrét Sigurðardóttir, Helgárseli, borin vestur í Skaga-
firði. „Stjúpmóðir Nýbjörg Jónsdóttir ekkja á Helgárseli," seg-
ir í kirkjubók. Nýbjörg giftist Jóni bónda haustið eftir þessa
fermingu, sem fyrr segir, og Margrét telst þar brátt vinnukona.
Jóni bónda hefur getist vel að þessari ungu stúlku sem komin
var á heimilið með stjúpmóður sinni, og henni að honum. Þeg-
ar hann hefur eignast þrjár efnilegar dætur í hjónabandi sínu
síðara, tekur enn að fjölga meybörnum á bænum. Líklega hafa
jólin þar á bæ verið með nokkrum sérleik 1847. A Þorláks-
messu lagðist Margrét Sigurðardóttir á sæng og elur meybarn.
Annir sóknarprests hafa líklega valdið því, að þetta jólabarn
var ekki skírt fyrr en næstsíðasta dag ársins. Það hlaut nafnið
Ingibjörg, ef til vill í móðurminningu húsfreyjunnar. En þessi
stúlka lifði ekki næsta ár til miðs. Frá Margrétu verður síðar
sagt meira. En allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á
Helgárseli, að minnsta kosti út á við. Það má hafa verið venju-
legt bæjavísnaskrum, að „auðlegð" þeirra Helgárselshjóna dafni,
en þó er ljóst að þessi leiguliði konungs hefur orðið að sækja
fast kosti jarðarinnar, enda var hann harðduglegur bóndi, með-
an kraftar og heilsa entust. Engjalönd voru víð og grasgefin á
Helgárseli, en land þýft og seinslegið. Jón hafði jafnan margt
fjár, t.d. sauði, og þar sem fátt var kúa í búi, færði hann frá á
sumrin og fékk svo sér og sínum mjólkurmat. Eins og títt var í
108