Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 198
SKAGFIRÐINGABÓK
gríðar stór, líklega 6 og 6 eða máske rúmlega það. Til vinstri
handar, er inn var gengið, voru dyr að stofugarmi, en til hægri
dyr að norðurhúsi, er vanalega var kallað skáli, var það skásta
bæjarhúsið, en beint inn lágu löng göng. Er maður kom í mið
göngin, var kúla mikil á veggnum til vinstri handar, svo tæp-
ast var mögulegt að ganga um á parti nema reka sig í vegginn,
utan að renna sér til hálfs á röð. Þegar innst kom í bæjargöng-
in, lágu stuttir gangar sinn til hvorrar handar, til hægri í eld-
hús og búr þar inn af, en til vinstri í baðstofu. Um þessi stuttu
göng þurfti maður að ganga hálf boginn, sökum þess hvað lágt
var, að sama skapi voru baðstofudyrnar lágar. Þegar inn í bað-
stofuna kom, var frekar ljótt um að litast, en kostur var, að hún
var rishá og loftgóð; breidd 6, pláss því sæmilegt, lengd var 4
stafgólf, 5 fastarúm og það sjötta háarúm. Öll voru þau full af
gömlu heyrusli, en bálkur undir úr gömlum fúnum torfusnepl-
um. Baðstofuhús var inn af, eitt stafgólf. Voru þar tvö fastarúm
með sama innihaldi og þau fyrir framan. Allar þiljur og súð
svart af óhreinindum.
Fyrst var byrjað á að hita og drekka kaffi. Svo fór hver að
taka höndum til að þrífa, við kvenfólkið að gjöra hreint, en
piltarnir að bera út óþverann niður fyrir tún, sem að endingu
var lagður eldur í. Hansen sló niður sum rúmin og gjörði mikla
breyting á baðstofunni. Var staðið í þessari vinnu allan daginn
frá því að við komum, sem var aflíðandi hádegi, þar til síðast
um kveldið, að allt var komið í lag. Þennan dag var brunakuldi
með hríðarslitring, eins og reyndar oft það sumar, ýmist eða þá
ísing og þoka, sjaldan að sæist sól.
Um veturinn fóru fáeinir menn af Sauðárkróki suður til sjó-
róðra, en komu aftur um vorið, nokkru fyrr en vertíð var úti,
sökum þess að skæðir mislingar gengu fyrir sunnan og í ver-
stöðunum, og fjöldi fólks dó. Komust þeir aðeins með heilu og
höldnu heim til sín, en veiktust á næstu dögum, og um leið
bunkaðist niður flest af því fáa fólki, er þá var á Sauðárkróki.
Nokkrum dögum síðar veiktist eg af mislingunum og næstu
196