Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 174
SKAGFIRÐINGABÓK
ir skamma stund skall allt í einu á fárveðurshríð með grimmd-
arfrosti, veðurhæð svo þeir tæpast réðu sér; reyndu að hafa féð
saman, en árangurslítið, það sleit jafnóðum úr höndum þeirra.
Um miðja nótt komst faðir minn heim með tæpan þriðjung af
fénu. Var hann þá orðinn mjög þjakaður. Vinnumaðurinn og
allt hitt féð varð úti. Hríðin stóð, þetta óttalega veður, liðug
þrjú dægur.
Veturinn næsta eftir gekk bráðapest á fénaði. Missti þá faðir
minn fleiri part af því fé sínu er eftir var. Hugsaði hann sér þá
að flytja burt úr Vatnsdal, helzt í aðra sýslu, og selja jörðina.
Það gjörði hann, keypti hálft Helluland í Hegranesi. Fluttu
þangað næsta vor eftir með sex börn, þrjú, er þau áttu sjálf, og
þrjú, er þau tóku af bláfátækum og ólu upp sem sín eigin.
Björg, svo hét eitt fósturbarnið, giftist Jónasi Jónssyni, Sam-
sonssonar, er lengi bjó í Keldudal. Björn Sigurðsson annað,
hann drukknaði í Héraðsvatnaósnum, þá fulltíða maður. Þriðji
Bjarni Sigurðsson (bræður), fluttist fullorðinn vestur í Húna-
vatnssýslu aftur.
Brátt græddist þeim fé á Hellulandi, svo enn voru þau kom-
in í góð efni, gerðu mikið gott fátækum sem fyrr. Móðir mín
var ætíð til dauðadags með útréttar hendur að hjálpa þeim, er
bágt áttu, alltaf góð efni, enda hafði hún þá trú, að guð mundi
ekki láta sig bresta, þótt hún gerði gott hjálparþurfum.
Arið 1861 fæddist eg á Hellulandi. A fjórða aldursári mínu
fluttu foreldrar mínir frá Hellulandi í Garð, vildu þó ógjarnan
þaðan fara, Helluland er ágæt bújörð. En sökum þess góð vin-
kona móður minnar bað hana óaflátanlega að skipta við sig á
jörðunum og sagði henni ástæðuna: Garður var eignarjörð henn-
ar, hafði búið þar með fyrri manni sínum. Konan var Ingibjörg
Sigurðardóttir frá Asi, systir Olafs Sigurðssonar. Eftir hún
missti mann sinn tók hún ráðsmann og hélt áfram búskap í
Garði; ætluðu að gifta sig um vorið. En þá drukknaði hann
ásamt vinnumanni sínum skammt frá landi í blíðalogni; fóru
að vitja um hrognkelsanet.
172