Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 88
SKAGFIRÐINGABÓK
öðrum flokkum. Þetta fékk ég fyrst og síðast vegna foreldra
minna. Það er staðreynd."
XVI. Fjölskylda og œvilok
Þeir bræður, Skafti og Pétur, slitu félagsbúi sínu 1925. Pétur
stundaði sjósókn á Siglufirði alla starfsævina; þótti valinkunn-
ur sómamaður, en brauzt ekki í mörgu sem Skafti. Pétur var
tvíkvæntur. Fyrri konuna, Ólöfu Jónínu Gunnlaugsdóttur (1903—
1926), missti hann eftir örstutt hjónaband. Dóttir þeirra, Stef-
anía Ólöf, var skírð við kistu móður sinnar.
Þegar svo var komið fyrir Pétri, fluttist móðir hans til hans
og stóð fyrir heimilinu um sinn, þótt tengdamóðir Péturs væri
þar fyrir. Brátt fluttist Dýrleif þó aftur til síns heima. Pétur
kvæntist öðru sinni 1931 (Jónínu) Margréti Asmundsdóttur
(1912-1975) frá Litla-Arskógssandi. Fjögur börn þeirra kom-
ust á legg: Indriði, Guðmundur, Dýrleif og Dröfn. Pétur lézt
15. desember 1988.
Stefán Pétursson lézt 7. desember 1932 eftir langa sjúkdóms-
kröm, sem hann bar með einstakri geðprýði. Sama árið varð
heimilið fyrir öðrum ástvinamissi, óvæntum og trúlega þyngri:
Indriði, sonur Dýrleifar og Stefáns, hafði lokið prófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík. Hann drukknaði af línuveiðaran-
um Þormóði frá Reykjavík, skömmu eftir að hann tók við
stjórn á skipinu. Hann var talinn vörpulegastur þeirra bræðra,
hár og herðabreiður, brúneygur sem móðir hans, og fagureyg-
ur, dökkur yfirlitum og hærður vel; skapfestumaður. Hann var
sagður rammur að afli sem frændur hans margir. Hann varð
þeim harmdauði, er kynni höfðu af honum. Hann dó barnlaus.
Þegar svo var komið, fór að losna um Dýrleifu á heimilinu.
Arið 1934 eða þar um bil fór hún alfarin frá Nöf ásamt dætr-
um sínum. Mæðgurnar fluttust eigi löngu síðar í nýtt og vand-
að steinhús, „tvær hæðir og jarðhæð með lítilli íbúð auk að-
stöðu fyrir allt húsið, þvottahús og fleira". Húsið er Hverfis-
86