Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 79
AF SKAFTA FRÁ NÖF
kalla á þurru, móts við þá áhættu, sem síldarútvegi fylgdi. Raun-
in varð önnur. Síðustu árin varð að minnsta kosti mikið tap á
flutningunum. Um þverbak keyrði, eftir að Siglufjarðarskarð
var opnað bílaumferð 1946. Frá 1. júní til 2. nóvember 1947
nam tapið næstum allri bátsleigunni. Skafti segir í bréfi til Skipa-
útgerðar ríkisins: „Strax þegar vegurinn opnaðist yfir Skarðið,
fór forstjóri Mjólkursamlagsins á Sauðárkróki að senda mjólk
landleiðina til Siglufjarðar einu sinni og stundum tvisvar í viku,
en vildi þó ekki láta bátinn hætta af ótta við að vegurinn gæti
orðið ófær. Varð það vitanlega til að lækka tekjur bátsins. ...
Eg hafði alltaf búist við og talið sjálfsagt, að þegar Siglufjarð-
arskarðsvegurinn opnaðist, mundu Haganesvíkurferðirnar falla
niður og mestallur flutningur á austurströnd Skagafjarðar fara
fram landleiðina. Þetta fór líka svo. ...”
Skafti gat ekki neitað bón Mjólkursamlagsins. Hann hljóp
undir bagga, þótt tvísýnt væri, að hann slyppi skaðlaus frá:
„Líka hafði eg vonast eftir allmiklum flutningum í sambandi
við síldarsöltun á Skagafirði en það fór nú þannig að aðeins
rúmar hundrað tunnur voru saltaðar í Hofsós og 50—60 tunnur
á þremur bryggjum á Sauðárkrók ... má nærri geta hvaða áhrif
það hefur þegar framleiðslan stöðvast svo algerlega." Þar eð
Skafti starfaði öðrum þræði á vegum Ríkisskipa, fór hann fram
á, að skaði sinn yrði bættur. Ekki sjást þess merki, að svo hafi
verið gert. Arið 1944 og raunar næstu ár reyndust Skafta og
fjárhagslega erfið. Stathav ónýttist í vertíðarbyrjun á Akranesi
1944, lágt vátryggt, og skildi eftir sig allnokkurn skuldahala.
Skafti segir svo í bréfi til Einars Guðfinnssonar í marz 1948:
„Er nú hættur Skagafjarðarferðunum, enda ákveðið að leggja
þær niður yfir sumartímann.” Skafti mun þó ekki hafa hætt
„Skagafjarðarferðum" að fullu og öllu, enda var sumra mál, að
honum væru þær stundir ljúfastar, er hann var á siglingu á
Skagafirði. Einkum mun honum hafa verið kært að minnast ár-
anna sinna á Úlfi Uggasyni, og hvernig sem því víkur við,
77