Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 107
NÝBJÖRG
Sigurðar danska og svo að sjá sem hann hafi gert sér Nýbjörgu
sína einhlíta. Er og lítt að efa að hún hafi verið hinn besti kven-
kostur. Um gáfur hennar og hegðun er fyrr skrifað, og um útlit
hennar má geta sér til meðal annars af því, að hún var tví-
menningur við Þóru þá, er Jónas Hallgrímsson greiddi lokka,
Tryggva Gunnarsson kaupstjóra og Kristjönu móður Hannesar
Hafstein.
En þótt Sigurður danski hefði róast að sumu leyti, er hann
giftist Nýbjörgu, var enn í honum ókyrrð um búsetu, enda
kannski ekki alltaf átt góðra kosta völ. Frá Langhúsum fóru
þau Nýbjörg að Bakka í Viðvíkursveit 1830 og voru þar í
tvíbýli á litlum jarðarparti, og segir nú Sigurður rétt til aldurs,
14 árum eldri en eiginkonan. Með þeim var frillubarn Sigurð-
ar, Margrét, sem fyrr greindi. Ari síðar eru þau komin í As-
geirsbrekku og enn í tvíbýli, og þaðan fara þau 1832 að Syðri-
Brekkum, og er þá Sigurður fertugur. Þar eru þau tvö ár, og
loks flytjast þau að Oslandi í Oslandshlíð. Er nú brátt lokið
förum hins rásgjarna Eyfirðings um bústaði Skagfirðinga. Fjár-
hagur hans sýnist alla tíð hafa verið heldur naumur. Þó segir í
skjali um síðasta frillulífisbrot hans, að hann „meinist við nokk-
ur efni.“ Bátkænu átti hann lengi og líklega vanur því frá ár-
um sínum nálægt Akureyrarpolli. Þá er þess að geta, að í As-
geirsbrekku fæddist þeim Nýbjörgu og Sigurði sonur 4. des-
ember 1831. Það er einkasonur Nýbjargar og hlaut nafn fóstra
hennar, Bjarni. En Bjarni litli lifði aðeins örfáa daga.
Nú verður hér nokkur hlykkur á frásögninni. I Svalbarðs-
strandarbók Júlíusar Jóhannessonar er þessi frásögn af Nýbjörgu
fyrstu (bls. 172):
Hún var ung stúlka í Húnavatnssýslu, er Friðrik og Agn-
es voru höggvin í Vatnsdalshólum 1830. Var þá fólki úr
næstu sveitum skipað að mæta við aftökustaðinn til að
sjá með eigin augum, hvernig réttlætinu væri fullnægt.
Eftir það greip hryllingur Nýbjörgu, er hún sá stúlkur
105