Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 41
AF SKAFTA FRÁ NÖF
sinn, réttir sig svo við, fer síðan að koma upp úr kafinu. Þá
voru tunnurnar fjórar, sem voru stjórnborðsmegin, komnar yfir
á borðabunkann, en ekkert var horfið nema vatnskúturinn ofan
af dekkinu." Þeir bræður ganga í kringum bátinn, sem reynist
óbrotinn, og keðjan í stórankerinu hafði varnað því, að bátnum
hvofldi og sykki. Enginn leki hafði komið að honum.
Sjónarvottar voru að því, er Skafti sneri frá Gránufélags-
bryggju, og eins er hann festi ankerið við stólpann á nýju
bryggjunni, og furðuðu menn sig á þessu uppátæki í tryggri
höfninni.
Það var ömurleg sjón, sem blasti við um morguninn, er eitt-
hvað sást út úr augum. Gránufélagsbryggja var gersamlega horf-
in, fjöldi báta sokkinn, gömul hákarlaskip, er stóðu uppi, kom-
in á hliðina. Um alla Siglufjarðarhöfn gat að líta reköld eftir
flóðbylgjuna innan um krapaelg, leifar af bryggjum, og braki
úr einum þrjátíu bátum hafði loftþrýstingurinn feykt langt suð-
ur fyrir flóðbylgjumörkin. Bryggjan, sem Skafti lá við, var
mun betur varin fyrir þeirri risaöldu, sem reið yfir og sópaði
burtu mannvirkjum.
Enginn mannskaði varð í Siglufjarðarkaupstað. Snjóflóðið,
sem þurrkaði sjóinn langt út á fjörð, varð hins vegar níu manns
að bana austan fjarðar, sópaði mörgum húsum á sjó út. Bærinn
á Neðri-Skútu hvarf í þúsund faðma breiða snjóskriðuna. Sigl-
firðingum tókst við illan leik að grafa heimafólk úr bæjarrúst-
unum, og lifði það af. Tveir menn fórust í snjóflóðum í Héð-
insfirði um líkt leyti og skriðan féll úr Staðarhólsfjalli, og enn
fleiri banaslys urðu í Hvanneyrarhreppi af völdum snjóflóða,
eins og brátt verður frá sagt.
Skafti lagði af stað heimleiðis miðvikudaginn fyrir skírdag,
hinn 16. apríl, þá hafði loks birt upp. Segir ekki af ferðum
þeirra bræðra, fyrr en þeir sigla fyrir Ulfsdali, norðvestur af
Siglufirði. Skyggni var gott, og furðar þá á, að þeir sjá ekki
bæinn í Engidal, sem átti að blasa við þeim, og hvorki reyk né
önnur merki um mannaferðir. Þeir þóttust vita, að snjóflóð
39