Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 150
SKAGFIRÐINGABÓK
fremur, sem biskup gat lídð lagt til frá sjálfum sér af því tagi.
Sjálfur segist hann eiga tvo eða í mesta lagi þrjá þýdda sálma í
bókinni.
Nokkuð dróst þó enn útgáfa sálmanna. Páll Eggert Olason
getur sér þess til, að sá tími hafi verið notaður til rannsókna á
sálmalögum, og má það rétt vera. Einnig gætu veikindi Guð-
brands 1587—88 hafa sett strik í reikninginn. Síðast en ekki
sízt má minna á flutning Hólaprentsmiðju til Núpufells að
nokkru eða öllu leyti árið 1589- En hvernig sem þeim málum
hefir verið háttað, þá kom sálmabókin, Hólabókin eins og hún
oftast er nefnd, út á Hólum árið 1589. Fullur titill hennar er:
Ein ny Psalma Bok, Med morgum Andligum Psalmum, Kristelegum
Lofsaunguum og Vijsum, skickanlega til samans sett og Auken og
endurbœtt o.s.frv. Að bókarlokum stendur: Þryckt aa Holum i
Hiallta Dal. AAr epter Gudz Burd M.D.LXXXIX. Orðin „Auk-
en og endurbætt" vísa vafalaust til hinna tveggja áðurnefndra
sálmakvera. Bókin var prentuð í 375 eintökum. Vitað er um
þrjú eintök bókarinnar í dag, eitt í Þjóðminjasafni, annað í
Landsbókasafni og það þriðja í Konungsbókhlöðu, öll óheil, en
hægt er að gera eitt heilt eintak úr þeim öllum saman. Hún er
í 8 blaða broti, 251 blað að lengd (12)+233+(6). Sálmarnir eru
328, og er þeim skipt í sex aðalkafla. I efnisyfírliti framan við
bókina er efninu skipt í 36 flokka. Framan við sálmana, á
fyrstu 12 blöðunum, eru formáli Lúthers, þá formáli Guð-
brands biskups, því næst efnisskráin, þá útlegging á Efesus 5
eftir Símon Paulus. Síðan koma heilræði úr latínu og þýzku, þá
önnur heilræði eftir Lúther og loks ávarp bókarinnar, allt í
ljóðum og þýtt af sr. Ólafi Guðmundssyni á Sauðanesi. Aftan
við, á sex síðustu blöðunum, er svo registur eftir upphöfum
sálmanna.
Sérstaka athygli hlýt ég að vekja á hinum gagnmerka for-
mála Guðbrands biskups. Hann hefir yfirskriftina: „Ollumfrðm-
um og guðhrœddum Islands innbyggjörum óskar eg, Guðbrandur Þor-
láksson náðar og friðar af Guði föður, fyrir Jesúrn Christum vorn