Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 78
SKAGFIRÐINGABÓK
fjölgaði. Halldór greip æ oftar til flöskunnar. Loks fór konan
frá honum. Eftir það rann, að sögn, aldrei af Halldóri og lézt
hann eigi löngu síðar.
Skafta barst brátt til eyrna, að um þrotabú væri að ræða hjá
hinum látna, ekkert fengist upp í útfararkostnað og mundi
Siglufjarðarbær verða að sjá um að koma Halldóri í gröfina.
Þessi tíðindi lögðust þungt á Skafta. Að vísu hafði aldrei verið
sérstakur kunningsskapur með þeim Halldóri og ekki voru
þeir vandabundnir, nema hvað maðurinn var Skagfirðingur, sem
Skafta var reyndar nóg. Það var sök sér, að hinn látni sætti slíkri
meðferð, hefði hann verið gróinn Siglfirðingur, en góðan Skag-
firðing skyldu Siglfirðingar aldrei jarða sem hvern annan sveit-
arlim!
Mælt er, að Skafti þreifaði fyrir sér um fjársöfnun, svo að
hinum lárna auðnaðist legstaður í skagfirzkri mold. Undir-
tektir urðu litlar sem engar. Skafti greiddi því sjálfur að mestu
eða öllu þann hluta útfararkostnaðar, sem borga þurfti á Siglu-
firði. Hann sá og um flutning líksins til Skagafjarðar, í hendur
nokkurra fornvina hins látna, er sáu um jarðarförina að öðru
leyti með eða án tilstyrks Skafta.
Margur ætlar auð í annars garði, ekki sízt hjá þeim, er mikið
hafa umleikis. Skafti lenti oft í fjárhagsvanda, eins og vikið
hefur verið að, en rétti alltaf úr kútnum. Sumir leggja í léttan
stað, þótt þeir séu skuldum vafðir. Skafti mátti ekki til þess
hugsa. Skuldasöfnun í þeim mæli, að tvísýnt gæti orðið um
endurgreiðslu, var kvöl og hneisa. Það læra börn, sem á bæ er
títt: Mjög hafði gamla Dýrleif brýnt fyrir börnum sínum að
stofna ekki til skulda fremur en nauðsyn krefði og endurgreiða
ríflega. Hún var stórlát, gamla konan!
Þegar Skafti hugsaði sér að hætta að mestu þátttöku í síldar-
ævintýrinu síðla árs 1934, hafa samningar við Kaupfélag Skag-
firðinga um mjólkur- og vöruflutninga trúlega verið vel á veg
komnir eða lokið. Skafti hefur ætlað sér að taka hlut sinn að
76