Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 27
AF SKAFTA FRÁ NÖF
konu með hlýju og þakklátum huga, og var kveikt undir pott-
inum í skyndi og eldaður kvöldverður. Nóg var eftir til næsta
dags, þá upp var staðið.
Þegar Dýrleif rifjaði þenna atburð upp gömul kona, bætti
hún við: „Jóhanna gerði vel. En guði sé lof, að mér gafst tæki-
færi til þess að borga henni þetta síðar.” Það dylst ekki, að Dýr-
leifu hefur þótt sem glík skyldu gjöld gjöfum.
VII. U ngir sjðsóknarar
A annan í hvítasunnu fór Dýrleif að leita fyrir sér um starfa og
fékk þá þegar vinnu stutta stund fyrir sig og Skafta hjá
Poppsverzlun, því að Bæjarbáturinn Valur var einmitt að renna
að bryggju með þurrfisk. Tímakaupið var 20 aurar, og fyrir
vikið fékk hún fisk í soðið og kringlupund.
Atvinna reyndist stopul. Tímum saman dró fjölskyldan fram
lífið á snöpum, sem hvergi nærri nægðu til að fleyta henni, svo
að viðhlítandi þætti. Hún lifði með slögum við sult og seyru.
Dýrleif var alltaf á höttunum eftir einhvers konar vinnu handa
sér og eldri drengjunum. Er ekkert fékkst, var tíminn nýttur
til að kippa ýmsu í betra horf heima fyrir, gripið í prjóna,
saumað. Enn einu sinni varð hún að vinna að nýrækt, svo að
þau gætu haft kúna.
Það var þegar um sumarið 1907, að Dýrleif og Stefán þótt-
ust sjá fram á búsvelti, nema því eins, að hægt væri að komast
yfir fleytu. Það tókst. Dýrleif tók pramma á leigu gegn hlut og
hóf róðra. Raunar reri hún ekki sjálf nema í ígripum. Hún
gerði elzta soninn, Skafta, að formanni, en Pétur að háseta hjá
honum. Nokkru síðar festi hún kaup á betri fleytu, norskri
skektu, og galt fyrir með einni á.
Aður en lengra er haldið að segja frá sjósókn þeirra bræðra,
þykir hlýða að greina nánar frá heimilisstörfum húsfreyju. Dýr-
25
L