Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 105
NÝBJÖRG
Vera má að fólki hafi þótt hann apa eftir hátterni Dana og
Espólín hafi frá því viðurnefnið „hinn danski“. Það er þó alveg
óvíst.
Sigurður undi ekki á heimaslóðum, fer til Skagafjarðar og er
skammt í stað: á Silfrastöðum, í Djúpadal, og 1820 kemur
hann að höfuðbólinu Hólum í Hjaltadal, „hefir átt barn í lausa-
leik,“ segir kirkjubókin. Þetta barn hefur ekki fundist. Nú er
Sigurður á Hólum stuttan tíma, „les í meðallagi, hegðun í með-
allagi." Húsgöngull kynni hann að hafa verið eins og Grettir,
og nú verður það í nóvember snemma 1821, að ógift vinnu-
kona á Miklahóli í Viðvíkursveit, Sigríður Ingimundardóttir,
leggst á sæng og elur sveinbarn. Hún var enn ógift vinnukona,
er manntalið var tekið 1845, á Svaðastöðum í Hofstaðasókn, þá
rúmlega fimmtug.
Sigríður á Miklahóli tilgreindi föður að nýbornum sveini sín-
um Sigurð Guðmundsson, þann er talinn var fluttur frá Hól-
um að Miklahóli. „Þetta er Sigurðar annað en Sigríðar fyrsta
frillulífisbrot", stendur skrifað. Sá sveinn, sem hér var í heim-
inn fæddur og skírður Jóhann Pétur, virðist hafa alist upp á
nokkrum hrakningi, bæði í Skagafirði og Eyjafirði. Kemur
hann lítillega við þessa sögu síðar.
En merkilegast er það kannski í Nýbjargarfræðum, að guð-
feðgin Jóhanns litla Péturs Sigurðssonar voru Bjarni Gunn-
laugsson og Margrét Arnadóttir í Bæ. Má nú vera, að við skírn
þessa sveinbarns hafi fönguleg fósturdóttir þeirra í fyrsta sinn
horfst í augu við tilvonandi eiginmann sinn, Sigurð danska. En
allt hefur sinn tíma.
Ekki stöðvaðist Sigurður Guðmundsson að sinni. Frá Mikla-
hóli fer hann að Asgeirsbrekku og þaðan að Hofdölum og enn
að Langhúsum í Viðvíkursveit, en þangað voru sem fyrr segir
komin Bjarni Gunnlaugsson og Margrét Arnadótir ásamt börn-
um sínum og fósturdóttur.
Og nú dregur til tíðinda. Hinn 14. október 1828 giftast í
Viðvíkurkirkju Sigurður Guðmundsson vinnumaður í Langhús-
103