Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 147
„SYNGIÐ DROTTNI NÝJAN SÖNG!"
fyrstu og fjölbreytni lítil í sálmavali; margir sálmar auk þess á
fjarska lélegri íslenzku. Það var Marteinn biskup Einarsson, ann-
ar í röð lúterskra Skálholtsbiskupa, 1548—56, sem reið á vaðið.
Hann var listamaður og talinn skáld gott. Hann þýddi sálma
og andleg kvæði. Frá hans hendi er fyrsta prentaða sálmabókin
á íslenzku, sem vitað er um, prentuð í Kaupmannahöfn árið
1555, í 8 blaða broti, aftan við handbók, sem hann gaf út það
ár. Sálmarnir eru með sérstöku titilblaði og sérstökum arkar-
vísi, A-F, og 48 blöðum. Titill er svohljóðandi: Epter fylger litid
Psalma kuer af heilagre skrift vt dregid og Islensdskad af Herra
M:E:S:S: Að bókarlokum stendur: Þryckt vti Konungligum stad
Kaupenhafn af mier Hans Vingard. xviii dag Martii Anno
Dommini M.D.L.V.
Til er eitt heilt eintak kversins og handbókarinnar í bóka-
safni Hafnarháskóla og annað óheilt í bókhlöðu konungs úti þar.
Sálmar þessir, sem venjulega voru af alþýðu kallaðir Marteins-
sdlmar, eru 35 að tölu, allir þýddir, þar af 18 eftir Martein
Lúther. Sálmaþýðingar þessar eru með þeim skárri, sem finnast
með Norðurlandaþjóðum og Islendingum á þessum tíma, sum-
ar meira að segja furðusnjallar, þegar þess er gætt, að höfuð-
regla íslenzkra þýðenda var, framan af, að þræða frumsálmana
línu fyrir línu til þess að hagga eigi skilningi þeirra eða anda.
En á því gat einmitt orðið veruleg hætta ef skáldfáknum var
gefinn of laus taumur á meðan lútersk kenning hafði ekki enn
náð að festast í sessi.
Þó að Marteinssálmar bætru vissulega úr brýnum skorti ís-
lenzkra sálma við guðsþjónustuhald, þá voru þeir svo fáir, að
sálmaval hlaut að verða næsta fáskrúðugt. Ur þessu vildi næsti
Skálholtsbiskup bæta, Gísli Jónsson. Hann var kjörinn biskup
1556, vígður veturinn 1558 og gegndi biskupsembætti til dauða-
dags 1587. I vígsluför sinni lét hann prenta nokkrar sálmaþýð-
ingar sínar, eins konar viðauka við Marteinssálma. Fyrirsögnin
er: At Gudz lof meigi cetiid auckazt aa medal Kristinna manna, þa
eru hier nockrer Psalmar vtsetter af mier Gilbert Jon syne aa Islensku
10 SkagfÍrðingabók
145