Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 182
SKAGFIRÐINGABÓK
glöggt slóðina mína. Fór eg því hraðara heimleiðis, þar eg
þurfti ekki að reyna ísinn. Það var búið að kveikja, er eg kom
heim. Móðir mín var orðin hrædd um mig.
Anna á Lóni var göfug og góð kona, en bláfátæk, þurfti þó
aldrei að vera upp á aðra komin. Hún var dóttir Halldórs Kláus-
ar Brynjólfssonar, er bjó bæði á Sauðá og Ashildarholti. Brynj-
ólfur var sonur Halldórs biskups á Hólum, alla tíð bláfátækur,
eignaðist þó aldrei nema tvö börn, Halldór Kláus og Þóru, er
varð síðari kona séra Péturs Péturssonar er bjó á Sjávarborg áð-
ur hann var prestvígður, bjó hann þar um fleiri ár. Þegar séra
Oddur á Miklabæ hvarf, varð staðurinn laus. Sótti þá séra Pét-
ur um brauðið og fékk veitingu fyrir því. Fluttist að Miklabæ
um vorið, var síðar á Víðivöllum. Þau hjón voru foreldrar Pét-
urs biskups, Jóns háyfirdómara, Brynjólfs og mad. Elinborgar,
móður Péturs gamla Sigurðssonar á Sjávarborg.
Vorið næsta eftir var eg látin vaka yfir túninu í fyrsta sinn.
Hafði eg það verk á hendi þar til eg var 13 ára og fyrir fram
sagt, hvaða störf eg ætti að vinna á næturnar. Fyrst og fremst
verja túnið öllum ágangi, svo að þrífa allan frambæinn. Tók eg
oft fyrir mig að hreinsa hlaðið og kringum bæinn, er eg sá þess
þörf, svo prjóna hrífuvettlinga handa stúlkunum og sjálfri mér,
er eg hafði afgangs stundir.
Eg átti að hafa heitt á katlinum kl. 7 á morgnana. Ekki mátti
eg fara að sofa fyrr en eg var búin að reka kýrnar og moka fjós-
ið. Svo varð eg að sækja kýrnar að kveldinu, er eg var búin að
sofa og komin á fætur. Aldrei þurfti að segja mér þessi verk
nema einu sinni og passaði þau vel. Þegar fram á vorið leið og
farið var að vinna að túnhreinsun, var eg látin bera af á nótt-
um. Um varptímann lét faðir minn mig ætíð fara með sér í
vapið. Annan hvern dag var vitjað um. Atti eg að vera búin að
reka vel frá og sækja hrossin handa okkur kl. 5, þá var faðir
minn vanalega vaknaður. Hann var ætíð árrisull. Vorum við
vanalega komin heim aftur um fótaferðatíma. Þetta sama vor
keypti faðir minn ýmislegt dót á uppboði í Hofsós. Þar á með-
180