Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 86
SKAGI'IRÐINGABÓK
skýldi sér með feimnishjúp, sem leystist í sundur við frekari
kynni og við blasti ákaflega hjartahlý kona, sem ekkert aumt
mátti sjá svo ekki væri reynt úr að bæta. Mamma var enginn
veifiskati. Hún gat verið ákaflega föst fyrir og haft ákveðnar
skoðanir, sem hún lét í ljósi umyrðalaust, máske ekki alltaf við
beztu aðstæður, pabba til áreitis, sem oft vildi fara milliveg-
inn.“
Ymsum þótti skjóta skökku við, að þjóðkunnur öðlingur
eins og Skafti skyldi ekki unna fjölskyldu sinni betra hlut-
skiptis en að búa við allfrumstæð skilyrði á síldarplani, með öll-
um þeim fyrirgangi, sem síldarsöltun fylgdi náttlangt sem dag-
langt. Skafti kunni sjálfur sérlega vel við sig mitt í ysi og þysi
athafnalífsins og gat ekki hugsað sér að breyta til og eigi held-
ur skilið annarra viðhorf. Og þar við sat. Hann var með af-
brigðum vanafastur. Honum var nóg að hafa í sig og á og skýli
fyrir næðingi og kulda. Slík var nægjusemin. Viðhorfin voru
hin sömu og á barnsárunum, höfðu ekkert breytzt í tímans rás,
voru hluti af honum sjálfum. Hann endurlifði bernsku sína
óafvitað.
Sumir töldu áræðni Skafta á sjó jaðra við fífldirfsku. Hvað
sem því líður, er víst, að langir hafa verið dagar og leiðar nætur
Nafarfjölskyldu, er Skafti skilaði sér ekki heim á tilsettum tíma,
sem oft bar við. Stundum lá hann af sér byl í vari, stundum
lagði hann lykkju á leið sína til að taka flutning, sem ekki var
vitað um í upphafi ferðar, eða vélarbilun tafði. Eitt sinn, er
hann kom heim úr svaðilför, var kveðið:
Sankti Pétur, sagt er frá,
svörum þannig flíki:
Skafta liggur ekkert á
inn í himnaríki.
Má geta nærri, hvernig konu og börnum hefur liðið er að þeim
84