Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 42
SKAGFIRÐINGABÓK
hefði kaffært hann. Lendingar voru slæmar í Dölunum, og nú
var allmikið brim og alls kostar ólendandi. Skafti tók þá þann
kostinn að fara til Haganesvíkur og hringja til Siglufjarðar og
skýra frá gruni sínum. Það var brugðið við, og kom þá í ljós,
að Skafti hafði getið sér rétt til. Þar höfðu sjö manns kafnað í
rúmum sínum, trúlega um svipað leyti og snjóflóðið féll í
Siglufirði.
IX. Síldarsöltun d Siglufirði
Nafarfjölskyldan settist að á Sigluflrði árið 1922, eins og fyrr
segir. Utgerðarsaga Skafta þar verður rakin hér í örstuttu máli.
Fáu verða gerð viðhlítandi skil í tímaritsgrein. Athafnasagan
geymist líka í opinberum gögnum, þótt maðurinn bak við at-
hafnirnar gleymist. Óskráð persónusaga fyrnist með þeirri kyn-
slóð, sem nú er að ljúka göngu sinni.
Arið 1918 kom Skafti sér upp aðstöðu til síldarsöltunar á
Siglufirði. Þeir gerðu félag með sér 1917 eða 1918 Guðlaugur
Sigurðsson skósmiður á Siglufirði og Skafti, keyptu þar skúr
og bryggju af Skafta Sigurðssyni á Akureyri. Arið eftir selja
þeir þessar eignir bræðrunum Friðriki og Einari Einarssonum.
Mannvirkin stóðu á lóð, sem Snorri kaupmaður Jónsson á Ak-
ureyri hafði í öndverðu átt, og var undir Hafnarbökkum. Lóð-
in, sem Snorri fékk 1909, var næsta lóð norðan við svonefnda
Roaldsstöð, kennd við Olav Roald timbursala í Alasundi. Hann
sendi frænda sinn, Ole Tynes, til Siglufjarðar árið 1906 til að
selja timbur. Tók hann þá á leigu 100 faðma sjávarlóð með
fjöru undir Hafnarbökkum, reisti þar fyrir Roald geysistóra
söltunarstöð með húsum, fjórum bryggjum og tveim þróm
fyrir úrgangssíld. Stöðin var í eigu Roaldanna í tvo áratugi.
Arin 1927 og 1928 seldi Severin Roald alla eignina. Hlutar
þessarar miklu lóðar urðu athafnastaður Skafta Stefánssonar. I
marz 1928 varð Snorrastöð eign Islandsbanka. Sama ár seldi
bankinn hana Antoni Jónssyni og Gunnlaugi Guðjónssyni. A
40