Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 49
AF SKAFTA FRÁ NÖF
erfitt að geta sér til um, hvers vegna sú árátta að segja ofsögum
náði tökum á honum. Má vera, að Gísla hafi runnið til rifja,
hvílíkur ættleri hann var að sumra hyggju, náið frændfólk hans
jafnvel þjóðkunnugt fyrir auðsöfnun, átti mörg hundruð hundr-
aða í jörðum og hafði um sig hirð kotunga. Gísli varð aldrei
jarðeigandi. Líklegt er, að hann hafi spunnið upp sögur sér til
sálubóta; þær orðið honum, nokkrum metnaðarmanni, nauð-
synlegur lífselexír í grámyglu hversdagsleikans.
Þótt Gísla yrði aldrei gott til fjár, varð honum gott til kvenna.
Hann var tvígiftur, átti ellefu börn með konum sínum og tvö
að auki. Börn Gísla, sem á legg komust, reyndust myndarfólk
til geðs og gerðar. Með fyrri konu sinni, Ingibjörgu Jónsdótt-
ur, átti Gísli ekki börn, sem lifðu. Skildu þau hjón samvistir
og að lögum árið 1865. Gísli fór í vistir. A Hjaltastöðum í
Blönduhlíð kynntist hann vinnukonu, Maríu Olafsdóttur (1830—
1910), Hallssonar. Gerði Gísli henni barn. Það var Jóhanna,
fædd 17. október 1857, móðir Helgu Jónsdóttur og þeirra syst-
kina. Nokkrum árum síðar átti María enn barn í lausaleik, en
giftist seinna Pétri Péturssyni á Laugalandi á Bökkum. Attu
þau nokkur börn.
Síðari kona Gísla Þorlákssonar (1866) var María Jónsdóttir,
vinnumanns í Stóradal í Húnavatnssýslu, Sveinssonar, og konu
hans, Magdalenu Nikulásdóttur.
Ólafur Hallsson (1800-1863), bóndi að Ósi á Höfðaströnd,
faðir Maríu, barnsmóður Gísla, var albróðir séra Jóns í Glaum-
bæ og þeirra systkina. Hallur Asgrímsson í Geldingaholti, fað-
ir þeirra, var kunnur bóndi á sinni tíð. Fyrri kona hans var
María Ólafsdóttir, prests Jónssonar að Kvíabekk. Séra Ólafur
var annálaður söngmaður og hagmæltur, skapmikill, en brjóst-
góður. Maríu mun hafa svipað til föður síns um margt.
Það voru fyrrum og eru raunar enn uppi háværar raddir um,
að séra Jón Hallsson væri réttur faðir sumra eða jafnvel allra
barna Gísla Þorlákssonar. Prestur var að vísu kvenhollur og gat
börn framhjá konu sinni, en hér mun of í lagt.
47