Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 77
AF SKAFTA FRÁ NÖF
tæpasta vað um sumarið. Ef til vill hefur Skafta verið ríkast í
hug að gefa síldarsöltun upp á bátinn, því að hann leigir sölt-
unarstöðina um haustið og stundaði lítt eða ekki síldarsöltun
fyrr en komið var fram á stríðsárin; sneri sér að þorskveiðum
og vöruflutningum, sem fyrr er greint. Arið 1945 hefst hann
handa um síldarsöltun í samlögum við tvo aðra. Ari síðar hefst
samvinna þeirra Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík.
Stundum tók Skafti bát á leigu eða „aðstöðu" hjá öðrum síld-
arsaltendum og átti jafnvel um sinn hlut í annarri söltunar-
stöð, en það var áður en samvinna þeirra Einars hófst.
Skafti hafði gaman af að segja frá „braski" sínu. Var þá helzt
á honum að heyra, að hann hefði alltaf verið að tapa; samt ekki
svo að skilja, að hann barmaði sér. Það var að vísu valt verald-
argengið „í síldinni", og þeir voru ófáir, sem urðu fjárþrota.
Sigurjón Sigtryggsson minnist þessa spjalls við Skafta:
„Þegar ég var á Mjölni 1945, var Skafti oft þaulsætinn í brakk-
anum hjá okkur. Einhverju sinni hafði hann lengi þulið sögur
um, hve miklu hann hefði tapað á ýmsu braski. Vélstjóranum
fannst nóg um tapreksturinn og sagði: „Mikið andskoti hefur þú
verið ríkur, þegar þú byrjaðir, sfðan hefur þú alltaf verið að
tapa.“ Skafta brá heldur, en sagði síðan með hægð, að það væri
nú svo, „að skaðarnir yrðu minnisstæðari ágóða, sem fengist
annað veifið“.“
Skafti taldi sig hafa fleiri og margslungnari skyldum að
gegna gagnvart náunganum en títt var um aðra menn. Að
þessu hefur áður verið vikið. Til marks um það er eftirfarandi
frásögn, en atvikið átti sér stað litlu síðar en Skafti sagði áhöfn
Mjölnis frá braski sínu: Maður einn skagfirzkur, sem við get-
um kallað Halldór, fluttist til Siglufjarðar á fjórða áratugnum
ásamt ungri konu sinni. Halldór hafði heima í héraði sinnt við-
skiptastörfum og gerði það einnig á Siglufirði, og mun hafa
farnazt vel framan af, þótt hann væri við óreglu kenndur. Hann
var félagsdrengur góður, hagorður og skemmtinn í sinn hóp.
Þegar frá leið, seig á ógæfuhlið, keppinautum í viðskiptum
75