Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 186
SKAGFIRÐINGABÓK
mér sporið um árið er eg kom til hennar. Byrjaði eg svo að
telja út og sauma, gekk vel. Kepptist við verkin, er mér voru
fyrir sett, greip svo hverja stund, er afgangs var til saumanna.
Var eg búin með aðra rósina og byrjuð talsvert á hinni, keppt-
ist við að sauma. Allt í einu varð mér mikið illt, vafði í snatri
saman saumana og lét í vasa minn, vakti svo mömmu, sagði
henni mér hefði orðið snögglega illt, eg gæti varla staðið. Klæddi
hún sig í snatri og lét mig hátta. Eg gat ekki sofnað strax sök-
um lasleikans. Þegar móðir mín tók fötin mín, mundi eg að
gleymt hafði eg saumaskapnum í vasanum. Mér varð mjög
hverft við, datt í hug henni mundi máske þykja við mig, þar
eg hatði ekki fengið leyfi hjá henni. Um leið sá hún úttroðinn
vasann, tók upp úr honum og skoðaði vandlega. Sá eg hana
brosa, varð eg strax rólegri, sofnaði litlu síðar, og svaf þar til
komið var undir kveld daginn eftir. Var eg þá orðin frísk.
Klæddi mig í snatri. Tómur var vasinn, minntist eg ekkert á
það við mömmu. Seinna um kveldið tók hún saumadótið ofan
úr skáp hjá sér, skoðaði það enn, var glaðleg á svip og sagði eg
mætti taka mér tíma þegar eg vildi til að sauma það er eftir
væri. Eg fór upp um háls henni og þakkaði og kyssti hana
marga kossa. Utsaumuðu vettlingana átti eg í mörg ár.
A þessum tíma var almennt gjört fólk út til grasa að vorinu
nokkru fyrir sláttinn, ýmist vestur í fjöllin eða þá suður á fjöll,
eitt eða tvennt frá flestum bæjum. Fólkið fór í smáhópum,
einn fyrirliði fyrir hverjum hóp, hafði tjöld og allan útbúnað
og hesta undir reiðingum. Utilegan var vanalega löng ef farið
var suður á fjöll. Það var áberandi, er hópanir riðu um héraðið
með fjölda hesta. Foreldrar mínir létu ýmist eina eða tvær stúlk-
ur fara. Engilráð systir mín fór eina ferð suður á fjöllin, alla
leið suður í Þjófadali. Þar er vanalega mikið um grös, enda
voru þar ellefu tjöld. Þótti henni mjög mikið gaman að ferð-
inni, sagði sér hefði fundist hún vera komin í sveit, þegar á
morgnana fór að rjúka við hvert tjald.
Það var mikill búbætir að fjallagrösunum, er brúkuð voru í
184