Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 6

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 6
4 MÚLAÞING Elsta brúin á Eyvindará í Múlaþingi 11 1981 er endurprentaður kafli úr Endurminningum Tryggva Gunnarssonar, þar sem höf. segir frá atvikum sem ollu því að hann gaf til- höggvið efni í brú á Eyvindará og flutti það ókeypis með skipi Gránufélagsins á Vestdalseyri í Seyðisfirði. Þar á eyrinni liggur brúarefnið í hirðuleysi frá 1876 virðist vera og til 1878. Þá hefur það verið, segir höf., flutt upp á Héraðssanda og ekið inn Hérað að brúarstæðinu, og eftir frásögn Tryggva að dæma virðist brúin þá komast á ána. f Almanaki Þjóðvinafélagsins ár 1902 segir í Yfirliti urrt 19. öldina: „1880 - - - Brú með nýju lagi gefin og sett á Eyvindará í Múlasýslu.“ Þessi ártöl hjá Tryggva virðast tekin eftir minni hans, en 1880 er nær lagi en 1878. Sýslufundargerðir Suður-Múlasýslu taka þó af öll tvímæli, þar sem þar er um samtímaheimild að ræða. Þar sést að vísu ekki hvenær brúarefnið kemur upp til Seyðisfjarðar, en það sýnist hafa verið flutt þaðan og uppyfir veturinn 1880-1881. Vorið 1881 er efnið komið að brúarstæðinu, og þá er farið að undir- búa brúarsmíðina, hlaðnir brúarsporðar o.fl., en veturinn 1881-1882 voru burð- arbitarnir settir á meðan áin var á haldi, og sumarið 1882 var brúnni lokið. Þessi brú entist til 1920, er ný var byggð, sú sem enn stendur mikið breytt. En hvernig var „Hvíta brúin“ á Eyvindará? Upplýsinga um það var leitað hjá mönnum sem mundu brúna, þeim Birni Sveinssyni frá Eyvindará og Ingvari Guðjónssyni frá Uppsölum. Ennfremur var leitað til Vegagerðar ríkisins. Þar fannst teikning af brúnni eftir Jón Þorláksson landsverkfræðing (síðar forsætis- ráðherra). Eftir þessari teikningu gerði Björn Kristleifsson myndina af þessu gamla og þarfa mannvírki. Þessi brú entist til 1920, er ný var byggð, sú sem enn stendur mikið breytt. Vegurinn norður frá brúnni lá í fyrstu upp með gilinu nær ánni en nú, enda sýsluvegur um Miðhús, Dalhús og Þuríðarstaði inn til Tungudals og Eskifjarð- arheiðar. Eyvindarárbrúin var fyrsta brú í Suður-Múlasýslu, sem nokkuð kvað að, en áður voru þó brúaðar Slenja og Gilsá á Völlum. - Á.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.