Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 63
MÚLAÞING
61
valds, framkvæmdavalds og dómsvalds, þá kemur fram að höfundar
tillagnanna sækja fyrirmynd sína að miklu leyti til hins bandaríska
stjórnkerfis. Einnig virðist þangað sótt fyrirmynd að auknu forseta-
valdi og æskilegu flokkakerfi.
Því er óhikað haldið fram í greinargerðinni, sem fylgir tillögunum,
að hin skarpa aðgreining á löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi hafi í
för með sér betri starfsafköst hjá Alþingi og ríkisstjórn. Eins er það
viðhorf ítrekað að reynslan hafi sýnt að Alþingi sé oft ófært um
myndun starfshæfrar ríkisstjórnar og því sé eðlilegt að ætla þjóð-
kjörnum forseta það verk.
c) Einmenningskjördœmi. Að mati fjórðungsþinganna hafði kosn-
ingafyrirkomulag, sem byggði á einmenningskjördæmum, marga kosti
umfram það þegar kosningareglur gerðu ráð fyrir hlutfallskosningum.
Þegar þingmenn voru kjörnir í einmenningskjördæmum áttu þeir að
jafnaði að þekkja betur hag og störf fólksins, að mati fjórðungsþing-
anna, enda slík kjördæmi tiltölulega fámenn og lítil og því líkur á að
þingmennirnir reyndust góðir fulltrúar umbjóðenda sinna.
Bent var á að í einmenningskjördæmum hefðu óbreyttir kjósendur
aðstöðu til að ráða mestu um framboð, en þegar hlutfallskosningar
fóru fram með tilheyrandi framboðslistum, var það yfirleitt í valdi
flokksstjórna hverjir skipuðu sætin á listunum. Þannig stuðluðu ein-
menningskjördæmi að milliliðalausu sambandi frambjóðenda og kjós-
enda.
Einnig var það álit fjórðungsþinganna að einmenningskjördæmi
stuðluðu að sameiningu kjósenda með skyld sjónarmið og þar með
hefðu þau í för með sér fækkun stjórnmálaflokka. Það yki líkur á að
hreinn meirihluti skapaðist á Alþingi og forsendur sköpuðust fyrir auk-
inni pólitískri ábyrgð stjórnmálaflokka.
d) Deildaskipting Alþingis. Tillögur fjórðungsþinganna gerðu ráð
fyrir að neðri deild Alþingis yrði skipuð 30 þingmönnum kosnum í ein-
menningskjördæmum með sem jafnastri kjósendatölu. Þó var álitið
nauðsynlegt að tryggja að ekkert eitt fylki fengi fleiri en Vi þingmanna
deildarinnar.
Þá fólu tillögurnar í sér að í efri deild skyldu sitja 18 þingmenn, 3 úr
hverju fylki, kosnir á fylkisþingum hlutbundnum kosningum. Með
þessum hætti yrðu völd og sjálfstæði fylkjanna undirstrikuð.
Gert var ráð fyrir að hvor þingdeild gæti haft frumkvæði að lagasetn-
ingu og yfirleitt væru þær jafn réttháar.
e) Frumkvœði og málsskot. í tillögunum er lögð áhersla á þrískipt-