Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 126
124
MÚLAÞING
„Flýttu þér Þórunn. “
Magnús er maður nefndur Jónsson
Víkings1) í Kollsstaðagerði Oddsson-
ar. Þuríður hét kona hans hin seinni,
Árnadóttir frá Sævarenda í Loðmund-
arfirði Árnasonar. Þau bjuggu lengst
af á Kálfshól2) í Eiðaþinghá og áttu
margt barna. En á Breiðavaði í sömu
sveit voru þau er þessi saga gjörðist,
þá nýgift, og Þuríður gekk með fyrsta
barni þeirra. Um haustið er karlmenn
allir á bænum, nema Magnús, voru
inni í Eyvindarárdölum við fjársöfn-
un, kemur það fyrir að Þuríður tekur
léttasóttina og nefnir við Magnús að
fara út í Fljótsbakka, sem er stutt
bæjarleið, og sækja Þórunni Bene-
diktsdóttur Grímssonar prests Bessa-
sonar. Hún var kona Odds Eiríksson-
ar, gætin og góð kona, gáfuð vel og
heppin ljósmóðir. Þetta var að kvöldi
dags, og úti var þreifandi haustmyrkur
og stórrigning. Magnús segir við hana:
„Æ, blessaður unginn“ (það var orð-
tak hans) „mér er ómögulegt að fara
út í þetta óskapa veður, settu rassinn í
vegginn, og berðu þig að komast af til
morguns.“ Það vildi svo til að Salný
Einarsdóttir Jónssonar bónda í Mýr-
nesi, sem lengi bjó í einsetu á einu
hundraði í Fljótsbakka, var þetta
kvöld á Breiðavaði og ætlaði að vera
þar um nóttina. En er hún sá hvað
verða vildi með kringumstæður Þur-
íðar labbar hún af stað út að Fljóts-
bakka og finnur Þórunni sem strax fer
að búa sig til að koma með henni, en
Salný var hin æfasta og segir: „Flýttu
11 Jón Oddsson Vídalín (Æ. Au. nr. 5605.)
— Á.H.
2) Afbýli í Eyvindardal, nú í Egilsstaðabæ.
— Á.H.
þér Þórunn, flýttu þér Þórunn, hún
var farin að öskra skrattans mikið.“
Barnið sem þá fæddist var sveinn,
nefndur Gunnlaugur, röskleikamaður
og greindur, en drakk. Hann varð úti
á Hánefsstaðakinn þann 18. október
1883.
Jón Gíslason sœkir yfirsetukonu.
Jón bjó í Brekkuseli [f Hróars-
tungu]. Kristín hét kona hans. Þau
áttu börn nokkur. Eitt sinn fer hann af
stað að sækja yfirsetukonu norður að
Stóra-Bakka. Gengur hann rakleiðis
til eldhúss og hittir svo á að konan er
þar fyrir og er að láta út á grautapott.
Jón ræskir sig og segir: „Nú þykir mér
matarlegt að koma til þín.“ Konan
sagði að ekki væri kálið sopið þó í aus-
una væri komið, grauturinn væri hrár
ennþá. Svo situr Jón í eldhúsinu,
skrafar og skeggræðir við konuna þar
til hún er búin að elda og gefa honum
að borða. Þá dettur henni í hug
hvernig stóð á heima hjá Jóni og spyr:
„Hvað ertu annars að fara núna, Jón
minn?“ Þá er eins og hann vakni af
svefni og segir: „Eftir á að hyggja, hún
Kristín mín biður þig að finna sig.“
Konan bað guð að hjálpa sér, og hugs-
aði ekki um annað en að komast af
stað eins fljótt og unnt var.
Jón Gíslason dó í apríl 1868.
Frá Bjarna skarða og Gunnhildi.
Bjarni hefur maður heitið, ýmist
kallaður hinn ríki eða skarði, því hann
hafði skarð í efri vörinni. Hann bjó á
Helgustöðum í Reyðarfirði. Gunn-
hildur hét kona hans. Bæði voru þau