Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 84

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 84
82 MÚLAÞING Austurlandspóstur Eðvald Eyjólfsson var lengi póstur frá Seyðisfirði og um Hérað, upp Jökuldal að Skjöldólfsstöðum. Þaðan lá svo leiðin upp úr Jökuldal um Arnórsstaðamúla, um Ármótasel og um Lönguhlíð og Þrívörðuháls að Rangalóni, en þar var áningarstaður póstsins um árabil. Síðan lá leiðin norður yfir Fjallgarða til Möðrudals og svo þaðan um Vegaskarð til Víðidals. Endastöð póstsins var svo að lokum Grímsstaðir þar sem hann mætti norðanpósti. Þessi póstleið var, held ég að megi segja, allvel vörðuð, en þó svo væri var ekki hægt að treysta því að vörðurnar sæjust alltaf að vetri til þegar dimmt var í lofti og snjóbreiða huldi flest kennileiti. Þá var oft ekki heiglum hent að fara rétta leið, einkum þó ef eitthvað bar út af með veður. Því var það, að sóst var eftir að verða pósti samferða ef menn þurftu að ferðast yfir fjöll og heiðar að vetri til, og var Eðvald þekktur fyrir að vera ferðagarpur og ratvís með afbrigðum. Hann var jafnframt heljarmenni að burðum, sem oft mun hafa komið sér vel fyrir sjálfan hann og aðra sem urðu honum samferða í erfiðum vetrar- ferðum. Hann var alla tíð aufúsugestur hjá okkur heima á Seli, og þangað kom hann alltaf á ferðum sínum, þó það væri töluvert úr leið þá Rangalón var óbyggt, en byggð þar var ekki úrtakslaus, uns býlið lagðist að fullu í auðn 1925. Það var óbyggt þegar þessi saga sem hér fer á eftir, gerðist. Feigs manns hlátur Á jólaföstu 1917, er ég var á sjötta árinu, var Eðvald póstur á leið frá Möðrudal austur yfir Fjallgarða. Með honum í förinni voru þrír menn: Bjarni Þorgrímsson, þá í Brunahvammi, síðar á Veturhúsum, Steinþór Jónsson, þá vinnumaður í Möðrudal, en ættaður var hann af Hólsfjöllum, og unglingspiltur úr Vopnafirði, sem mig minnir að væri kallaður Óli. (Líklega Ólafur Tryggvason bróðir Helga bókbindara). Þeir Bjarni og áðurnefndur piltur skildu svo við póstinn við Lindará og ætluðu sem leið lægi til Vopnafjarðar, um Kollseyrudal eða Gestreið- arstaðadal. Sem betur fór náðu þeir heilir til Vopnafjarðar en þó illa hraktir, því þeir hrepptu hið versta veður og urðu viðskila hvor við annan á leiðinni. Sæmilegt veður hafði verið á Seli um morguninn, svo pabbi hafði rekið fé sitt til beitar suður á Stóramó og var nýkominn inn. En svo minnist ég þess að syrti snögglega að, og pabbi hraðaði sér sem mest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.