Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 51
MULAÞING
49
Kumlið við Keldá neðan við bæinn Sturluflöt 23. 6. 1988. Plastpokinn er í miðri spor-
öskjulaga steinaröð, sem afmarkar kumlið.
Kumlið á Sturluflöt.
Laust fyrir aldamótin 1900 fundust bein og járnmolar á eyri niður
við Keldá, beint niður af bænum Sturluflöt, þar sem land var að blása
upp. Svo vel vildi til að stuttu síðar átti Daniel Bruun, hinn merki
danski fornfræðingur, leið um Fljótsdal, og frétti um þennan fund. Fór
hann á staðinn og gróf þar upp kuml, sem reyndist vera hið merkasta
að því leyti, að þar fundust óvenju heilleg hrossbein og leifar af reið-
tygjum. Nákvæm lýsing og teikningar eru af kumlinu í Árbók Forn-
leifafélagsins 1903, bls. 19-20 og tafla IV (2) í Múlaþingi 7,1974 og auk
þess er stutt lýsing á því í bókinni „íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“, 1.
bindi, bls. 145 (4), svo hljóðandi:
„Kumlið lá frá norðri til suðurs og var alls 35 fet á lengd. Mannsgröfin var 6
fet á lengd, og sunnar lá hesturinn til fóta mannsins, í 15 feta langri gröf.
Steinum var raðað umhverfis og ofan á beinagrindurnar. Hrossbeinin fundust
nær öll, en fátt eitt af mannsbeinunum; höfðu bæði beinin, járnmolar og aðrar
minjar, fokið út fyrir kumlið í ýmsar áttir. Þarna fundust nokkrir ryðgaðir járn-
molar, þar á meðal leifar af kjaftamélum og ýmsum ádráttum, sem tré loddi við,
líklega af söðli eða kistli. Ekki var unnt að greina leifar af vopnum, skjaldar-