Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 49
MÚLAÞING
47
Kvíabólið, sem hér um ræðir, var innan við heimreiðina að Val-
þjófsstað, og utan undir háu melunum. Að sögn Unnar Einarsdóttur,
sem fædd er og alin upp á Valþjófsstað, voru leiðin í sauðausturhorni
túnsins (núverandi), og við NA-horn Melanna, rétt fyrir innan hlið
sem þar er á túngirðingunni (um það liggur slóð inn að skála sem er
austan undir Melunum). Hún segir að leiðin hafi verið tvö, að lögun
sem aflangar þúfur og snúið frá vestri til austurs. Þau voru sléttuð
þegar túnið var stækkað í þessa átt, líklega á árunum 1950-60. Ekki
fannst neitt annað en mold í þúfunum, þegar þær voru jafnaðar við
jörðu. (Væri ekki ástæða til að hlaða leiðin aftur upp þarna, til
minningar um sigur Fljótsdælinga í einu orustunni, sem þeir hafa lík-
lega háð?).
Kumlið á Valþjófsstaðamelum.
Um 1800 fann Vigfús Ormsson prestur á Valþjófsstað kuml á Val-
þjófsstaðamelum, þar sem land var að blása upp sunnan og suðaustan
við túnið. Hann lýsir þessum fundi skilmerkilega í fornleifaskýrslu
sinni frá 1821, sem fyrr er vitnað til (17). Segist hann hafa verið að
ganga um melana, og séð þá lærlegg af manni standa út úr moldarrofi,
og fór þá að forvitnast um hvað þarna væri meira að finna.
Bronsskildir eða skrautnœlur úr kumlinu á Valþjófsstaðamelum. (Úr bókinni Frásagnir um
fornaldarleifar I).