Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 88
86
MÚLAÞING
Heyskaparfólk úr Heiðinni á hlaði í Seli.
Eftir þennan fund kom pabbi í hægðum sínum heim, kom inn í bað-
stofu augnablik og sagði frá hvað orðið var. Eftir það bjó hann sig á
ný, og hélt inn í Grunnavatn og sótti Björgvin mág sinn, og hjálpuðust
þeir að við að koma líkinu heim á sleða. Ekki hafði verið búið að taka
hesta á hús, svo að hesthúsið var autt, og var líkið sett þar inn.
Ég var svo ungur að ég átti ekki að fá að sjá neitt, en þó tókst mér
að laumast út og upp í bæjarsundið milli fjóss og hesthúss, og ég sá
þegar þeir komu með líkið á sleðanum, og mér þótti það ægilegt. Hann
var berhentur á annarri hendi, og augun virtust opin, og þau fundust
mér ægileg ásýndum.
Nokkrum dögum síðar komu menn frá Möðrudal að sækja líkið og
færa það til greftrunar að Eiríksstöðum. Man ég að það voru þeir
Einar Stefánsson, Sigurður Haraldsson og Páll Vigfússon.
Um vorið fundust svo skíðin hans við Botnaöldu,l) svo að það virðist
svo að hann hafi verið búinn að átta sig og verið á réttri leið heim að
Seli, en örmagnast á leiðinni af þreytu og kulda.
Enginn veit hve langt hann hefur verið búinn að villast. Hann var þó
ekki með öllu ókunnugur í heiðinni. Hann var til dæmis eitt sinn
vinnumaður á Rangalóni, en það var óbyggt þetta ár.
Þá minnist ég þess einnig, að Steinþór hafði komið að Seli fyrr um
haustið ásamt einhverjum öðrum frá Möðrudal, og voru þeir í fjárleit
^ Botnaalda er ekki merkt á korti. Hún er suðaustan við Bjallkollu.